Ætlaði nú ekki að blogga meira á þessu ári, var eiginlega komin í bloggpásu en svo fór ég í vinnuna!!! Erum tvö í vinnunni í dag og nákvæmlega ekkert að gera svo ég sá mér ekki annars fært en að skrifa smá hér svona til að hafa eitthvað fyrir stafni. Ætla að reyna að skrifa hægt svo þetta endist eitthvað.
Við erum búin að eignast nýjan fjölskyldumeðlim, hún heitir Amanda. Hún er vélmenni. Hún vill annaðhvort leika sér,fara á koppinn, borða, sofa eða láta faðma sig. Mér þykir líklegt að ég láti ættleiða hana í lok 2008. Verð örugglega komin með alveg nóg af hennar endalausu kröfum. Saga varð voða glöð að fá hana og lék sér við hana fyrsta kvöldið, allur dagurinn eftir fór svo í að horfa á Latarbæjarmyndina sem hún fékk í jólagjöf svo hún hafði ekki tíma til að leika við hana. Um kvöldið bað hún svo Amöndu um að hætta þessum látum! Vupsi.En hún er nú samt ánægð yfir að eiga dúkku sem segist elska hana.
Baltasar fékk skateboard frá okkur. Var alsæll en ekki eins sæll þegar hann fékk að vita að það væri ekki leyfilegt að "skeita" í stofunni. Og úti var frost og svell.
Annars erum við búin að borða á okkur gat.Hef ekki verið svöng síðan löngu fyrir jól. Er eiginlega farin að sakna þess. Ekkert betra að borða en þegar maður er svangur,maturinn bragðast svo miklu betri fyrir vikið.En það sem maður hefur torgað af smákökum og konfekti. Veit hverju ég þarf að byrja á eftir áramót.
En nú er víst föstudagur og ég get nú ekki verið þekkt fyrir að blogga á þeim degi og sleppa lagi vikunnar. Þekki eiginlega engin nýárslög en fannst það svo tilvalið að velja nýárslag. Mundi þó eftir þessu. Alveg sama hvað er hægt að segja um þetta fólk þá voru þau alveg brillíant hljómsveit.
Gleðilegt ár og þakka það gamla.
Vill að lokum leggja til link fyrir ykkur sem hafa 10 mínutur aflögu. Þessi eldgamla mynd er alltaf sýnd um jól eða áramót í Noregi og Danmörku og er alveg ómissandi finnst mér.
Þú getur séð hana hér.
6 ummæli:
Snilldar mynd, sá hana í breskri útgáfu einu sinni.
Þetta er hún!!!
thessi er líka alltaf sýnd hérna í Sverige.
Gott nytt år på er i Norge!!
Flott. Gleðilegt ár Helga mín og skilaðu góðri kveðju í matarkistuna þína! Gulla Hestnes
Nýárskveðjur frá mér og mínum til þín og fjölskyldunnar*
Guðrún
Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra. kær kveðja Anna
Skrifa ummæli