18.12.08

18.Desember

Jóladagatal þarf ekkert endilega að fjalla um jólin er það nokkuð? Mér finnst mikilvægara að jóladagatalið mitt gleðji fólk og ég er viss um að allavegna konur á mínum aldri muna eftir þessum lögum. Fann þetta á youtube þegar ég var að reyna að finna íslenskt jólalag - ekki það auðveldasta í heimi. Þessi lög eru frá 79 að mig minnir. Ég bjó allavegna í Sigtúninu í RVK þegar þessi plata kom út og ég og vinkona mín lékum að við værum Katla María og Rut Reginalds og að þær væru alltaf að rífast! Já ekki vantaði hugmyndaflugið á þeim árunum. En þetta eru allavegna 2 lög með sjálfustu Kötlu Maríu frá 1979 og seinna lagið var það sem var mest vinsælt. Það eru nokkrir krakkar þarna í rauðum fötum svo hver veit nema þetta hafi verið í Stundinni okkar í desember þetta árið.



Hasta la vista

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Váááá ... takk fyrir þetta Helga mín, þetta var þokkalegt flashback og það merkilega er að ég man ennþá næstum allann textann og gat því sungið með henni hahaha :-)
Hélt þokkalega mikið uppá þær báðar, Kötlu Maríu og Rut Reginalds að ógleymdri Hönnu Valdísi, hvað varð af henni eiginlega !!!
Jólakveðja frá Lier

Egga-la sagði...

Ég var nú hreinlega alveg búin að gleyma henni Hönnu Valdísi. Veit ekkert hvað varð um hana.

Egga-la sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

ha ha ha ha er búin ad liggja í hláturskasti yfir thessu :)
This made my day!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hef aldrei séð þetta né heyrt en ég hafði gaman af, takk:) Góða ferð heim á Hornafjörð og njóttu þín í faðmi fólksins þíns. Gleðileg jól.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Það síðasta sem ég vissi af Hönnu Valdísi var að hún er tónlistarkennari. Ég kenndi með henni fyrir nokkrum árum í Suzuki tónlistarskólanum í RVK og hún var bara yndæl og ljúf og leið vel:)