19.12.08

19.Desember

Kæru vinir og hinir. Síðasta blogg ársins. Nú er ég nefninlega farin. Farin heim í Hornafjörðinn að halda jól og slappa af. Þetta er orðið gott í bili,kem spræk á nýju ári með föstudagsgleðina mína og kannski eitthvað meira.

Það er lítið eftir að segja nema þetta: næ ekki að senda jólakort í ár vegna mikilla anna í vinnu og utan.Hef aldrei verið svona sein að neinu og því eru það aðeins gamlar frænkur og frændar sem fá kort frá mér í ár!(og ég sem ætlaði að vera ægilega dugleg í ár)En nú er bara að segja við ykkur sem eruð hér

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Skjáumst fljótlega á því nýja.


Fannst þetta lag hæfa í ár þar sem við keyrum austur á mánudaginn.



Góða helgi og gleðilegan síðasta í aðventu.

4 ummæli:

Oskarara sagði...

Hlakka til að sjá ykkur öll!

Valkyrjan sagði...

Góða ferð í fjörðinn og Gleðileg Jól*

Guðrún

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól og takk fyrir föstudagspistlana og desemberpistlana þetta árið. Hafðu það gott hér í firðinum í faðmi fjalla og fjölskyldunnar. Rekst kannski á þig á förnum vegi.

Nafnlaus sagði...

Gledileg jól kaera fjölskylda :)