5.12.08

5. Desember

Jæja þá er maður orðin degi eldri. Finn alveg hvað ég er orðin þroskaðri og vitrari á þessum sólarhring. Annars byrjaði dagurinn á frekar pirrandi fréttum,stuðningsfulltrúin hennar Sögu í skólanum er ólétt og hættir eftir jól.Hún er níundi stuðningurinn sem Saga og Ida eru með á 3 og hálfu ári. Fulltrúin nr. 5 að verða ólétt á stuttum tíma. Sorry en ég er orðin svo leið á þessu því í hvertskifti sem þetta gerist verður Saga óróleg og maður þarf að byrja upp á nýtt með nýju fólki og það tekur alltaf nokkra mánuði að komast á rétt ról.Jæja nóg um það.

Annars fór afmælisdagurinn í að klára að kaupa jólagjafir sem mér tókst. Svo kom Saga heim með gjöf handa mér, rautt hjarta sem hún hafði saumað handa mömmu sinni og kort sem hún gerði og skrifaði sjálf.Ægilega fallegt og vel gert og hún var svo stolt. Baltasar greyið hafði ekki tíma að föndra neitt í skólanum útaf skólaleikritinu sem hann er með í en núna eru stanslausar æfingar. Við fórum svo út að borða öll í gærkvöldi og fórum svo heim og horfðum á Kong fu Panda. Er hægt að biðja um betri afmælisdag. Jú og svo fékk ég helling af kveðjum bæði hér og á facebook. Takk kærlega fyrir það, yljaði mér um hjartarætur á annars köldum degi(allt í snjó hér).

Annars verð ég nú að segja litla sögu um Sögu mína. Jón er strákur sem er með DS og hefur verið dansfélagi hennar í Dissimilis í nokkur ár núna. Saga er búin að segja við hann að þau ætli að giftast og hann hefur sagt við mömmu sína að hann vilji það alveg en fyrst þegar hann verður stór. Saga er svo alltaf að kyssa hann en hann greyið er ekki góður í að segja nei og þrátt fyrir að við reynum að segja henni að hann vilji ekki svona kossaflens þykist hún ekki heyra það. Hann hefur sagt við mömmu sína að hann vilji alveg kyssa Sögu en fyrst þegar þau verða fullorðin. Hann er svo skynsamur drengurinn- verður góður tengdasonur! Svo var það hér í síðustu viku að þau voru á æfingu og Saga gengur inn um dyrnar, sér Jón, smellir kossi á kinn hans og segir "Du vet at jeg elsker deg" og gekk svo í burtu. Haldið þið að það sé ást!

Svo var Baltasar að segja upp sinni kærustu en hún er tvíburi og fyrst var hann kærasti með einni og svo hinni!! Svo sagði hann hinni upp í fyrradag og sá svo eftir því í gær! Mér finnst börn byrja ansi snemma á þessu í dag.

Lag vikunnar er ekki beint jólalag en það er úr mynd sem gerist um jól og ég ákvað að þetta gæti alveg verið jólalag(það er allavegna jólatré í videoinu). Mig langar alltaf svo að kunna að syngja þegar ég horfi á þetta video. Þetta lag er að finna í kvikmyndinni Peter's friends sem er frá 1992.Úrvals leikarar í úrvals mynd.




Fannst þér ekki þetta lag fallegt? Skjáumst á mánudaginn.Góða helgi og annan í aðventu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yndislegt og Dr. House við píanóið! Gæti ekki verið betra

Kveðja Íris Gíslad