Afhverju þarf ég alltaf að pissa þegar ég græt? Og er ég eina manneskjan í heiminum sem frekar horfir á gamla Friends þætti en að horfa á OL? Og finnst engin lækning við gráum hárum? Og afhverju fitna konur á vissum aldri. Og hvernig stendur á því að stjórnmálamenn þurfa alltaf að rífas, afhverju geta þeir ekki verið vinir eins og hin dýrin í skóginum. Er líf á öðrum hnöttum? Og er það alveg öruggt að spaðarnir liggi andvaka meðan laufin sofa? Veit þetta einhver?
Annars bara ekki neitt að frétta. Snjór og hálsbólga eru lykilorð dagsins. Hef þetta stutt og laggott í dag.
Er ekki komin tími á smá kvikmyndatónlist. Sá þessa mynd ekki nema skrilljónsinnum og skemmti mér alltaf jafn vel. Kannski ekki alveg í sink en njóttu engu að síður.
Góða helgi.
19.2.10
12.2.10
Helv... var hressandi
að blóta þorra á Íslandi. Rosa gaman að hitta vinkonurnar og aðra gamla vini og kunningja sem ég hef ekki séð í ár og aldir. Þorramaturinn var vondur eins og ég bjóst við en vínið gott. Hvað annað. Dansaði fram á rauða nótt og var bara furðanlega hress daginn eftir. Svona miða við... Hafði farið í hádeginu og hitt Kvennaskólavinkonurnar og það var líka æðislegt. Vildi óska að ég kæmi aðeins oftar heim og ætla að reyna að láta verða af því núna í ár. Alveg nauðsynlegt að hitta fólk sem hefur þekkt mann frá örófi aldar. Og fyndið, hitti eina kvennódömu sem ég hef ekki séð í 20 ár en það skifti bara engu máli, kjaftaði á okkur hver tuska. Og hitti líka eina frá Höfn sem ég hafði ekki séð síðan við fermdumst saman hér um árið(91 minnir mig!) og það var bara eins og við hefðum hisst síðast í gær. Já mikið var nú gaman að hitta allt þetta fólk. Og mikið var gaman að þvælast um höfuðborgina í 6 stiga hita og snjóleysi. ÉG ER AÐ BRJÁLAST. Sumum finnst nóvember versti mánuðurinn mér finnst miður febrúar til lok mars versti mánuðurinn. Þá er ég svo leið á vetri og kulda að ég græt á hverjum morgni inní mér áður en ég fer á fætur því ég veit að það verður kallt að fara undan sænginni.
Verð að viðurkenna að Egyptarlandsferðinn er æ meira lokkandi núna. Verður æði að henda sér(kríthvítri) á ströndina í heila viku og gera nada, nothing at all, ekki boru.
Æi, eins og alltaf ætlaði ég að skrifa eitthvað djúpt um lífið og tilveruna en ég er ekki í djúpu lauginni þessa dagana. Eiginlega bara í vaðlauginni. Þessvegna ætla ég bara að hætta þessu rugli og fara að gera eitthvað nytsamlegt eins og að búa til auglýsingar fyrir tryggingarfyrirtæki.
Hei jú, Baltasar var að "leika" í auglýsingu á þriðjudaginn. Ég kalla það ekki að leika því hann átti bara að hoppa á trambólíni. Upptakan tók 2 tíma og drengurinn færi 1000 kr norskar fyrir vikið. Um 20 þús íslenskar. Ekki amalegt tímakaup það. Ég er auðsjáanlega í vitlausum bransa.
Lag vikunar. Ég bara gat ekki á mér setið. What can you say?
Glóðahelgi.
Verð að viðurkenna að Egyptarlandsferðinn er æ meira lokkandi núna. Verður æði að henda sér(kríthvítri) á ströndina í heila viku og gera nada, nothing at all, ekki boru.
Æi, eins og alltaf ætlaði ég að skrifa eitthvað djúpt um lífið og tilveruna en ég er ekki í djúpu lauginni þessa dagana. Eiginlega bara í vaðlauginni. Þessvegna ætla ég bara að hætta þessu rugli og fara að gera eitthvað nytsamlegt eins og að búa til auglýsingar fyrir tryggingarfyrirtæki.
Hei jú, Baltasar var að "leika" í auglýsingu á þriðjudaginn. Ég kalla það ekki að leika því hann átti bara að hoppa á trambólíni. Upptakan tók 2 tíma og drengurinn færi 1000 kr norskar fyrir vikið. Um 20 þús íslenskar. Ekki amalegt tímakaup það. Ég er auðsjáanlega í vitlausum bransa.
Lag vikunar. Ég bara gat ekki á mér setið. What can you say?
Glóðahelgi.
4.2.10
Ísland hér kem ég!
Blótandi og ragnandi svona til að æfa mig fyrir þorrablótið. Byrja laugardaginn að vísu á hittingi á kaffihúsinu á Þjóðminjasafninu. Hversu þjóðlegur er hægt að vera á einum degi? Er að fara að hitta vinkonurnar frá menntaskólaárunum. Ein sem ég hef ekki séð síðan 1991. Rosalega gaman. Svo verður blótað um kvöldið með hressum Hornfirðingum. Búin að pússa dansskóna og alles. Fer svo aftur heim á sunnudaginn. Frekar stutt ferð en ef verður gaman ætla ég að reyna að gera þetta að föstum lið enda ekkert meira hressandi en húsmæðraorlof til gamla landsins.
Annars bara alltaf allt við það sama. Bakið eitthvað að drepa mig enn svo að prógram næstu viku bíður upp á sjúkraþjálfatíma og kírópraktor og ekki bara einu sinni heldur 2x. Hef varla tíma til að vinna fyrir allskonar hnykkjum og teygjum. Verð væntanlega orðin góð fyrir vorið!
Ætlaði að skrifa einhvern voða langann og gáfulegan pistil en það gerist svo ægilega lítið hérna þessa dagana fyrir utan þetta sama gamla. Skíði, skauta, vinna og allt það að ég finn bara ekki upp á neinu. Alveg galtóm. Sem betur fer eru dagarnir að lengjast og ég finn að þessi dvali á eftir að taka enda. Makalaust hvað maður er hressari klukkan 8 á morgnana þegar er bjart en þegar er dimmt.
Jæja er farin að pakka. Sett þetta út núna þar sem ég verð ekki við á morgun vegna anna(smá skrepp í sendiráð Íslands áður en ég fer út á völl).
Hér er eitt eldgamalt.
Góða helgi.
Annars bara alltaf allt við það sama. Bakið eitthvað að drepa mig enn svo að prógram næstu viku bíður upp á sjúkraþjálfatíma og kírópraktor og ekki bara einu sinni heldur 2x. Hef varla tíma til að vinna fyrir allskonar hnykkjum og teygjum. Verð væntanlega orðin góð fyrir vorið!
Ætlaði að skrifa einhvern voða langann og gáfulegan pistil en það gerist svo ægilega lítið hérna þessa dagana fyrir utan þetta sama gamla. Skíði, skauta, vinna og allt það að ég finn bara ekki upp á neinu. Alveg galtóm. Sem betur fer eru dagarnir að lengjast og ég finn að þessi dvali á eftir að taka enda. Makalaust hvað maður er hressari klukkan 8 á morgnana þegar er bjart en þegar er dimmt.
Jæja er farin að pakka. Sett þetta út núna þar sem ég verð ekki við á morgun vegna anna(smá skrepp í sendiráð Íslands áður en ég fer út á völl).
Hér er eitt eldgamalt.
Góða helgi.
29.1.10
Þorra blótað
Já ég ætla að blóta eins og mér einni er lagið eftir rúma viku á Íslandi því ég ætla nefninlega á Hornfirðingaþorrablót. Hef ekki farið í um 20 ár svo kannski tími til þess. Annars lítið núna að segja og lítill tími. Er að fara með báða krakkana til tannlæknis í árlegt tjekk. Saga með 2 laflausar sem ég vona að tanni kippi út svona í leiðinni hann skoðar tennurnar. Honum munar ekkert um það og þá sleppi ég. Er ekki manneskja í svoleiðis. Lausar tennur finnast mér nánast skerí. Verð að hafa þetta stutt í dag og þjóta. Túrílú.
Er orðin svo rugluð í hvaða lag ég hef haft hér að ég verð að fara að vera með lista. Man ekki hvort ég hafi haft þetta lag einhverntíma fyrir löngu eða hvort ég bara hugsaði um það.
Glóðhelgi.
Er orðin svo rugluð í hvaða lag ég hef haft hér að ég verð að fara að vera með lista. Man ekki hvort ég hafi haft þetta lag einhverntíma fyrir löngu eða hvort ég bara hugsaði um það.
Glóðhelgi.
22.1.10
Vá hvað það eru margir föstudagar
Finnst ég ekki gera annað en að blogga þessa dagana. Eða eitthvað. Var að lesa bloggið henna Gullu þar sem hún er meðal annars að tala um hvað heimurinn er lítill. Að allstaðar sem maður fer geti maður rekist á íslending eða einhvern sem maður þekkir eða þekkir til. Alveg er ég sammála þessu. Ég hef nokkur svona dæmi sem eru ansi skondin. Árinu áður en ég flutti til Köben var ég í Lýðháskóla á norður sjálandi, nánara tiltekið Humlebæk og þar eignaðist ég góða vinkonu sem er ensk. Hún var í námi við Háskóla í London og nam þar norræn fræði. Þessi dvöl hennar í DK var hluti af hennar námi. Ári seinna flutti ég til Köben og á Öresundskollegið. Á ganginum mínum bjó danskur strákur, Dennis frá Álaborg sem átti enska kærustu. Kom í ljós að hún gekk í sama skóla og vinkona mín og þær þekktust. Þessu komumst við að þegar að enska vinkona mín heimsótti mig og fór að spjalla við Dennis.
Önnur saga er um íslenskan flugmann sem lést á besta aldri. Hann átti dóttur sem fór í nám til Moskvu. Besti vinur flugmannsins var svo mörgum árum seinna á ferðalagi um Sovétríkin og heimsótti eitthvað land sem ég ekki man hvað heitir en það var eitt af þessum lokuðu ríkjum. Daginn hann átti að fljúga heim var honum boðið að velja milli tveggja skoðunarferða, skoða verksmiðju og svo eitthvað annað sem ég ekki man lengur hvað var. Hann valdi verksmiðjuna og fór þar að spjalla við eina konuna sem vann þar. Í því samtalinu kom í ljós að hún þekkti dóttur vinar hans frá árunum hennar í Moskvu.
Einu sinni var ég í Feneyjum með afa og ömmu og stóð á Markúsartorginu og hvern hitti ég þar. Jú Jón pabba minn sem var á ferðalagi í Evrópu. Svona er heimurinn lítill. Maður getur alveg garanterað að ef maður hittir íslending hvar sem er í heiminum finni maður minnst eina manneskju sem báðir aðilar þekkja eða kannast við.
Kannski var ég búin að skrifa um þetta áður. Hreinlega man það ekki enda ekki von þar sem aldurinn er farin að færast yfir á methraða.
Annars bara allt venjulegt. Lífið gengur út á að vinna, borða, sofa og bora í nefið. Kannski hélt einhver að ég ætlaði að segja að lífið væri saltfiskur en nei, ekki hjá mér. Borða ekki svoleiðis.
Hendi mér út í rómantíkina frá menntaskólaárunum. Ekki það að hún hafi blómstrað neitt sérstaklega hjá mér þá. En rómantísk var ég engu að síður.
Gróða helgi.
p.s er enn verst í brekkunum.
Önnur saga er um íslenskan flugmann sem lést á besta aldri. Hann átti dóttur sem fór í nám til Moskvu. Besti vinur flugmannsins var svo mörgum árum seinna á ferðalagi um Sovétríkin og heimsótti eitthvað land sem ég ekki man hvað heitir en það var eitt af þessum lokuðu ríkjum. Daginn hann átti að fljúga heim var honum boðið að velja milli tveggja skoðunarferða, skoða verksmiðju og svo eitthvað annað sem ég ekki man lengur hvað var. Hann valdi verksmiðjuna og fór þar að spjalla við eina konuna sem vann þar. Í því samtalinu kom í ljós að hún þekkti dóttur vinar hans frá árunum hennar í Moskvu.
Einu sinni var ég í Feneyjum með afa og ömmu og stóð á Markúsartorginu og hvern hitti ég þar. Jú Jón pabba minn sem var á ferðalagi í Evrópu. Svona er heimurinn lítill. Maður getur alveg garanterað að ef maður hittir íslending hvar sem er í heiminum finni maður minnst eina manneskju sem báðir aðilar þekkja eða kannast við.
Kannski var ég búin að skrifa um þetta áður. Hreinlega man það ekki enda ekki von þar sem aldurinn er farin að færast yfir á methraða.
Annars bara allt venjulegt. Lífið gengur út á að vinna, borða, sofa og bora í nefið. Kannski hélt einhver að ég ætlaði að segja að lífið væri saltfiskur en nei, ekki hjá mér. Borða ekki svoleiðis.
Hendi mér út í rómantíkina frá menntaskólaárunum. Ekki það að hún hafi blómstrað neitt sérstaklega hjá mér þá. En rómantísk var ég engu að síður.
Gróða helgi.
p.s er enn verst í brekkunum.
15.1.10
Yei!
Ef þú spyrð manninn minn hvort ég sé trektasti ferðalangur sem finnst þegar við erum að fara í flug þá myndi hann svara já. Ég er alveg meiriháttar upptekin af að vera á réttum tíma úti á flugvelli og fátt í þessu lífi pirrar mig meira en að vera of sein í flug. Ég vill geta spókað mig í taxfree og skoðað dót sem mig ekki vantar og ég vill geta sest niður og fengið mér eitthvað að drekka og ég verð að kaupa mér blað til að taka með í flugið. Svona er þetta bara. En stundum fer eitthvað úrskeiðis eins og núna á miðvikudaginn þegar ég var að fara til Stockholm á fund. Átti flug 7:40 og var mætt á góðum tíma út á völl og búin að kaupa mér blaðið og kaupa í taxfree og settist niður með samstarfsmanni mínum og fékk mér morgunmat. Þegar voru 20 mín í brottför ákváðum við að núna væri komin tími til að fara að hliðinu. Eg ákvað að skreppa á pisseríið fyrst og hélt að það væri bara rétt handan við hornið. Lét samstarfsmann minn fá veskið mitt og síma og hann benti mér áttina sem hliðið var og ég skrapp. Þetta skrepp var svolítið lengra en ég hélt því klósettið var ekki bara rétt handan við hornið, þetta var frekar langt horn og svo var það niður í kjallara líka. Ég pissaði á mettíma og dreif mig upp og fór að hliðinu. Þar var fullt af fólki og ég gat bara engan veginn fundið vinnufélagan, var nú að undra mig á því hversu mikið af ellilífeyrisþegum voru að fara til Stockholm svona snemma morguns í miðri viku en hafði engan tíma til að velta því lengi fyrir mér því ég varð að finna kauða því hann var með allt draslið mitt. Mér var litið á skermin ofan við flughliðið og þar stóð Allicante! Greit, semsagt vitlaust "geit" og skýring á öllu gráa hárinu í kringum mig. Ég hljóp áfram inn ganginn en fannst svo tómt þar að ég ákvað að snúa við og hljóp allt ég gat til baka til að reyna að finna upplýsingaskerm. Fann það á endanum og fattaði að ég hafði ekki hlaupið nógu langt inn ganginn og varð að snúa við og djöflaðist eins hratt og ég gat til að ná fluginu því ég vissi að núna væri ég orðin mjög sein.
Á meðan ég var að bíða við Allicante hliðið hafði flugvallarfólkið sagt við samstarfsmann minn að ef ég kæmi ekki núna yrðu þau að fara á undan mér og akkúrat þá sá hann mig hlaupa í áttina að hliðinu og gladdist mjög og sagði þeim að ég væri að koma og benti á mig á sama tíma þar sem ég snérist um hælt og hljóp á tvöföldum hraða í vitlausa átt. Hann fór alveg í kuðung því hann var búin að reyna að hringja í mig en síminn var í veskinu mínu sem hann hélt á. Greyið hann var orðin alveg sveittur en sá mig svo á endanum koma tilbaka. Ég var semsagt hundsein, allir löngu búnir að setjast og setja handfarangurinn á sinn stað og allt það og öll vélinn horfði á mig þegar ég hljóp inn í vélina löðursveitt í flísinni minni og dúnúlpu með trefil! "The queen has arrived" sagði ég bara og brosti og veifaði létt og allir klöppuðu á endanum og fyrirgáfu mér. Eða - kannski var mig bara að dagdreyma þetta síðasta. Óskhyggja eintóm. Hver veit? HATA AÐ VERA SEIN.
Já sådan er livet. Annað ferlegt sem gerðist þessa vikuna. Ég fór á skíði. Saga var að fara á skíðanámskeiði sitt og ég ákvað að drífa mig með og reyna að æfa mig. Ég er afleit skíðamanneskja og þegar ég tel saman tímann sem hef ég staðið á skíðum síðust 5 árin verða það um 7 klukkustundir í allt svo að það væri synd að segja að ég væri æfð. Allavegna þá fékk ég lánuð skíði og dreif mig í brekkuna vitandi að í fyrra stóð ég í 1 1/2 klst og ekkert árið áður. Vá hvað það var augljóst. Ég var hræðileg. Langverst af öllum í barnabrekkunni, sá krakkana með downs bruna fram hjá mér og vinka og ég stóð í bremsustöðunni niður alla brekkuna í heilan klukkutíma. Gvuð hvað mér var illt í lærunum. Verð að viðurkenna að sjálfsálitið er ekki í botni þegar maður er verstur í hópnum og hópurinn samanstendur af þroskaheftum krökkum á aldrinum 10-16. Og það versta er að ég fer örugglega aftur á mánudaginn og held áfram þessari sjálfspíningu.
Í kvöld er stórkvöld hjá Sögu. Í fyrsta skifti er hún að fá vinkonu í heimsókn sem ætlar líka að gista. Búið að vera mikið umstang og pælingar hvaða mat vinkonan vill borða og hvort hún vill horfa á mynd áður en þær fara að sofa og hvaða mynd osfr. Ægilega spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að ganga.Við höfum ekki treyst okkur í svona gistiheimsóknir fyrr en núna en því vinkonan var alltaf frekar þver og mikið umstang þegar þær voru saman en núna virðist sem þær eru orðnar nógu þroskaðar til að prófa þetta. Krossa fingurnar.
Jæja er ekki komin tími á eitt af mínum uppáhaldslögum frá árunum mínum á Öresunds. Jú ég held það bara.
Glóðahelgi.
Á meðan ég var að bíða við Allicante hliðið hafði flugvallarfólkið sagt við samstarfsmann minn að ef ég kæmi ekki núna yrðu þau að fara á undan mér og akkúrat þá sá hann mig hlaupa í áttina að hliðinu og gladdist mjög og sagði þeim að ég væri að koma og benti á mig á sama tíma þar sem ég snérist um hælt og hljóp á tvöföldum hraða í vitlausa átt. Hann fór alveg í kuðung því hann var búin að reyna að hringja í mig en síminn var í veskinu mínu sem hann hélt á. Greyið hann var orðin alveg sveittur en sá mig svo á endanum koma tilbaka. Ég var semsagt hundsein, allir löngu búnir að setjast og setja handfarangurinn á sinn stað og allt það og öll vélinn horfði á mig þegar ég hljóp inn í vélina löðursveitt í flísinni minni og dúnúlpu með trefil! "The queen has arrived" sagði ég bara og brosti og veifaði létt og allir klöppuðu á endanum og fyrirgáfu mér. Eða - kannski var mig bara að dagdreyma þetta síðasta. Óskhyggja eintóm. Hver veit? HATA AÐ VERA SEIN.
Já sådan er livet. Annað ferlegt sem gerðist þessa vikuna. Ég fór á skíði. Saga var að fara á skíðanámskeiði sitt og ég ákvað að drífa mig með og reyna að æfa mig. Ég er afleit skíðamanneskja og þegar ég tel saman tímann sem hef ég staðið á skíðum síðust 5 árin verða það um 7 klukkustundir í allt svo að það væri synd að segja að ég væri æfð. Allavegna þá fékk ég lánuð skíði og dreif mig í brekkuna vitandi að í fyrra stóð ég í 1 1/2 klst og ekkert árið áður. Vá hvað það var augljóst. Ég var hræðileg. Langverst af öllum í barnabrekkunni, sá krakkana með downs bruna fram hjá mér og vinka og ég stóð í bremsustöðunni niður alla brekkuna í heilan klukkutíma. Gvuð hvað mér var illt í lærunum. Verð að viðurkenna að sjálfsálitið er ekki í botni þegar maður er verstur í hópnum og hópurinn samanstendur af þroskaheftum krökkum á aldrinum 10-16. Og það versta er að ég fer örugglega aftur á mánudaginn og held áfram þessari sjálfspíningu.
Í kvöld er stórkvöld hjá Sögu. Í fyrsta skifti er hún að fá vinkonu í heimsókn sem ætlar líka að gista. Búið að vera mikið umstang og pælingar hvaða mat vinkonan vill borða og hvort hún vill horfa á mynd áður en þær fara að sofa og hvaða mynd osfr. Ægilega spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að ganga.Við höfum ekki treyst okkur í svona gistiheimsóknir fyrr en núna en því vinkonan var alltaf frekar þver og mikið umstang þegar þær voru saman en núna virðist sem þær eru orðnar nógu þroskaðar til að prófa þetta. Krossa fingurnar.
Jæja er ekki komin tími á eitt af mínum uppáhaldslögum frá árunum mínum á Öresunds. Jú ég held það bara.
Glóðahelgi.
8.1.10
Árið komið.
Gleðilegt ár kindirnar mínar. Var víst búin að lofa að skrifa milli jóla og nýárs en það fór nú aldrei svo því maður var svo dofin af ofáti og kulda. Var búin að lofa að ljóstra upp leyndarmálinu stóra. Jú þannig er mál með vexti að við hjónin ásamt börnum erum að fara að ættleiða kínverska tvíbura. Búin að vera að vinna í þessu í laaangann tíma og fengum fyrst fréttirnar í des en samt ákváðum að bíða þangað til allt væri pottþétt. Semsagt fjölgun í fjölskyldunni í sumar en miklu meira um það síðar. Jibbíjei. Ekki áttirðu von á þessu?
Annars bara rosa fínt yfir hátíðirnar. Mamma og pabbi voru hér og það vara bara borðað og slappað af. Baltasar fékk snowboard og við keyptum 1 og hálfan tíma með kennara og eftir 3 tíma í barnabrekkunum var hann tilbúin í stóru brekkurnar á brettinu. Ótrúlegt hvað hann er fljótur að ná svona. Væri óskandi að hann væri jafn fljótur að fatta þegar hann týnir einhverju. Er algjör Denni dæmalausi stundum. Kom heim á mánudaginn og hafði gleymt úrinu sínu, sundbuxum, húfunni(15 stiga frost og var í sundi!) og svo norsku lesbókinni. Hann skildi bara ekki neitt í neinu hvað varð um þetta dót. Hafði líka tínt tvennum skíðabuxum fyrir jól. Ætli maður geti fengið ríkisstryrk útaf svona?
Saga fékk ný gönguskíði og hún skíðaði öll jólin. Þvílíkt dugleg á skíðum og ætti mamma hennar að taka hana til fyrirmyndar. Hún er að byrja á skíðaæfingum,slalám eða svigskíði eins og það heitir á ísl. Þetta er 3. árið hennar. í fyrra ákvað pabbi hennar að láta hana prófa fullorðinsbrekkuna og mín húrraði niður brekkuna á ógnarhraða og hann sá að hún er ekki alveg tilbúin í þær svona andlega. Hún er svo mikill álfur stundum að hún fattar ekki hvað það er hættulegt að bruna niður svona langa og bratta brekku á heljarhraða og aldrei bremsa. Sem betur fer vissi ég ekkert af þessu fyrr en eftir á, hefði fengið nett taugaáfall.
Þetta síðasta árið mitt sem 30 og eitthvað er ég búin að ákveða að hafa það árið fyrst og fremst skemmtilegt. Það var nýársheitið mitt. Skemmtilegheitin byrja í kvöld með partý, og svo er ég að fara í annað partý eftir 2 vikur og svo 2 vikum eftir það fer ég til íslands á Hornfirðingaþorrablót. Hef ekki djammað svona mikið í heilan áratug. Djí hvað ég ætla að skemmta mér og nota flotta dótið sem eiginmaðurinn gaf mér í jólagjöf. Veski og armband frá einhverjum Jimmy Choo. Hann er víst voða frægur.Ég er algjör auli þegar kemur að tísku. Ég ákvað annað í framhaldi af öllu þessu skemmtilega í ár og það var að ekki kaupa mér fleiri svört föt. Svo í gær fór ég á útsölu og keypti mér kjól sem var beige með bláu og rauðu munstri. Og svo keypti ég mér fjólubláa skyrtu. Byrjar semsagt vel. Og annað. Ef þú trúðir þessu með tvíburana - þá kínversku - þá skál fyrir þér. Leyndóið var nú ekki annað en við erum að fara til Egyptalands um páskana en börnin fengu fréttirnar í jólagjöf og þessvegna vildum við halda því leyndó í smá tíma. Ég vildi bara gera smá grín afþví það er svo skemmtilegt. Ha ha ha ha ha ha ha æm so funní æ kúd spring. Ég er næstum eins og spaugstofan!! En eitt get ég sagt og það er að tilhugsunin um að fá smá yl í kroppin í vetur er yndisleg sérstaklega núna þegar er -20 gráður úti.
Jæja er þetta ekki orðið gott. Vildi gjarnan sjá að fólk kvitti svona í byrjun árs svo að ég viti hverjir kíki við.
Lag vikunar er eldgamalt og rólegt með háan hallæris faktor. Fannst þetta lag svo skemmtilegt þegar ég var lítil og kann bara vel við það enn. Fannst ekki við hæfi að spila eitthvað fjörugt þegar er svona kallt úti. Maður er eiginlega gaddfreðin þessa dagana og hreyfir sig hægt.
Góða helgi.
Annars bara rosa fínt yfir hátíðirnar. Mamma og pabbi voru hér og það vara bara borðað og slappað af. Baltasar fékk snowboard og við keyptum 1 og hálfan tíma með kennara og eftir 3 tíma í barnabrekkunum var hann tilbúin í stóru brekkurnar á brettinu. Ótrúlegt hvað hann er fljótur að ná svona. Væri óskandi að hann væri jafn fljótur að fatta þegar hann týnir einhverju. Er algjör Denni dæmalausi stundum. Kom heim á mánudaginn og hafði gleymt úrinu sínu, sundbuxum, húfunni(15 stiga frost og var í sundi!) og svo norsku lesbókinni. Hann skildi bara ekki neitt í neinu hvað varð um þetta dót. Hafði líka tínt tvennum skíðabuxum fyrir jól. Ætli maður geti fengið ríkisstryrk útaf svona?
Saga fékk ný gönguskíði og hún skíðaði öll jólin. Þvílíkt dugleg á skíðum og ætti mamma hennar að taka hana til fyrirmyndar. Hún er að byrja á skíðaæfingum,slalám eða svigskíði eins og það heitir á ísl. Þetta er 3. árið hennar. í fyrra ákvað pabbi hennar að láta hana prófa fullorðinsbrekkuna og mín húrraði niður brekkuna á ógnarhraða og hann sá að hún er ekki alveg tilbúin í þær svona andlega. Hún er svo mikill álfur stundum að hún fattar ekki hvað það er hættulegt að bruna niður svona langa og bratta brekku á heljarhraða og aldrei bremsa. Sem betur fer vissi ég ekkert af þessu fyrr en eftir á, hefði fengið nett taugaáfall.
Þetta síðasta árið mitt sem 30 og eitthvað er ég búin að ákveða að hafa það árið fyrst og fremst skemmtilegt. Það var nýársheitið mitt. Skemmtilegheitin byrja í kvöld með partý, og svo er ég að fara í annað partý eftir 2 vikur og svo 2 vikum eftir það fer ég til íslands á Hornfirðingaþorrablót. Hef ekki djammað svona mikið í heilan áratug. Djí hvað ég ætla að skemmta mér og nota flotta dótið sem eiginmaðurinn gaf mér í jólagjöf. Veski og armband frá einhverjum Jimmy Choo. Hann er víst voða frægur.Ég er algjör auli þegar kemur að tísku. Ég ákvað annað í framhaldi af öllu þessu skemmtilega í ár og það var að ekki kaupa mér fleiri svört föt. Svo í gær fór ég á útsölu og keypti mér kjól sem var beige með bláu og rauðu munstri. Og svo keypti ég mér fjólubláa skyrtu. Byrjar semsagt vel. Og annað. Ef þú trúðir þessu með tvíburana - þá kínversku - þá skál fyrir þér. Leyndóið var nú ekki annað en við erum að fara til Egyptalands um páskana en börnin fengu fréttirnar í jólagjöf og þessvegna vildum við halda því leyndó í smá tíma. Ég vildi bara gera smá grín afþví það er svo skemmtilegt. Ha ha ha ha ha ha ha æm so funní æ kúd spring. Ég er næstum eins og spaugstofan!! En eitt get ég sagt og það er að tilhugsunin um að fá smá yl í kroppin í vetur er yndisleg sérstaklega núna þegar er -20 gráður úti.
Jæja er þetta ekki orðið gott. Vildi gjarnan sjá að fólk kvitti svona í byrjun árs svo að ég viti hverjir kíki við.
Lag vikunar er eldgamalt og rólegt með háan hallæris faktor. Fannst þetta lag svo skemmtilegt þegar ég var lítil og kann bara vel við það enn. Fannst ekki við hæfi að spila eitthvað fjörugt þegar er svona kallt úti. Maður er eiginlega gaddfreðin þessa dagana og hreyfir sig hægt.
Góða helgi.
18.12.09
Bráðum koma blessuð jólin
og börnin farin að hlakka til og ég líka. Baltasar fann bækling sem heitir Gadget Bibelen og í honum var óskalisti þar sem hægt er að lista upp 22 hluti sem maður óskar sér í jólagjöf. Við hjónin hljóum okkur máttlaus þegar við lásum listann hans og hér er smá samantekt yfir það sem drengurinn óskar sér.
nr 1.

Sturtu"munnstykke" sem mælir hitastigið og sýnir með ljósi hvaða hiti er á vatninu (skil ekki að við höfum ekki reddað okkur svona fyrr).
nr.2

Serpentin spray - say no more!
nr.3
Ice Invaders - hægt að búa til klaka sem eru í laginu eins og gamla tölvuspilið sem var alltaf á Shell hér í den.
nr. 4
Tómatsósu og Sinnepsvopn. Skil það nú ekki því hann borðar hvorugt.
nr.5
Klósettljós. Praktískur getur hann líka verið þessi elska.
nr.6
Upplásinn ölkrús. Vill minna á að hann er að aðeins 8 ára og þetta veldur mér þó nokkrum áhyggjum.
nr.8.
Sprengju hátalarar. Mjög svo skiljanlegt, maður getur aldrei haft of hátt heima hjá sér.
nr.8

Þarfnast engra útskýringa ég meina hvaða 8 ára strák þætti ekki æði grilla pulsu með þessu tæki!
Það var fullt meira á þessum lista og allt alveg jafn brúklegt. Við ætlum að athuga hvort við fáum ekki eitthvað af þessum lista sem hann svo fær frá jólasveininum. Verður samt ekki uppblásna ölkrúsin eða grillpinninn. Þegar ég spurði Sögu hvað hún vildi um jólin svaraði hún "jólamat" svo að ég verð víst að vera aðeins nákvæmari næst þegar ég spyr. En jólamat fær hún þessi elska.
Annað um Baltasar. Hann er frekar upptekin af hvernig hann lítur út og fylgist náið með hvernig stóru strákarnir klæða sig og apar svo eftir og einn morguninn sagði hann allt í einu að hann óskaði sér vetrargalla, svona heilgalla. Þar sem hann á bæði skíðaúlpu og buxur og eitt sett auka fór ég nú ekki að eltast við þessa ósk hans og kaupa alveg nýjan galla svo að ég skellti mér í búð hér í nágrenninu sem selur notuð föt. Hef oft keypt regnföt þar þegar krakkarnir voru í leikskóla og þurftu að eiga tvennt af öllu. Allavegna, þá fann ég þennan forláta heilgalla, skær gulan með svörtu á ermunum og ákvað að taka sjensinn. Keypti gallan og varð minn maður bara svona rosalega ánægður með gallann. Hugsaði með mér ef einhver kemst upp með að ganga í svona galla og vera kúl í honum þá er það sonur minn því honum er nokk sama hvað fólki finnst um hann og ber höfuðið hátt þegar hann er öðruvísi en allir hinir. Bekkjafélagarnir eiga trúlega eftir að halda að þetta sé nýasta tíska þegar Baltasar verður búin að sýna þeim gallann og eitt er víst að ég á alltaf eftir að vita hvar sonur minn er þegar hann er klæddur þessari flík.
Annars bara fínt. Byrjuð í sjúkraþjálfun með bakið á mér og vona að það fari að hjálpa. Er búin að senda öll jólakort og kaupa gjafirnar og ætla að hella mér í konfektgerð um helgina. Búin að baka 3 sortir og læt mömmu baka eina þegar hún kemur en hún er betri bakari í þeirri sortinni. Semsagt er tilbúin fyrir jólin.
Þetta verður síðasta blogg fyrir jól og vill ég bara á endanum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi bloggári. Verð að vinna milli jóla og nýárs og blogga trúlega smá svona til að segja ykkur leyndarmálið.
Lag vikunar er íslenskt jólalag með afburðar góðu myndbandi. Hef bara sjaldan séð eins flottar tæknibrellur og vildi deila því með ykkur, því maður á að deila með öðrum um jólin. Og svo verða allir að syngja með Bo og Ruth! Og getur einhver sagt mér hvern þetta barn er að hitta við þetta fangelsi. Gera börn svona?
Góða helgi og allt það.
nr 1.

Sturtu"munnstykke" sem mælir hitastigið og sýnir með ljósi hvaða hiti er á vatninu (skil ekki að við höfum ekki reddað okkur svona fyrr).
nr.2

Serpentin spray - say no more!
nr.3

nr. 4

nr.5

nr.6

nr.8.

nr.8

Þarfnast engra útskýringa ég meina hvaða 8 ára strák þætti ekki æði grilla pulsu með þessu tæki!
Það var fullt meira á þessum lista og allt alveg jafn brúklegt. Við ætlum að athuga hvort við fáum ekki eitthvað af þessum lista sem hann svo fær frá jólasveininum. Verður samt ekki uppblásna ölkrúsin eða grillpinninn. Þegar ég spurði Sögu hvað hún vildi um jólin svaraði hún "jólamat" svo að ég verð víst að vera aðeins nákvæmari næst þegar ég spyr. En jólamat fær hún þessi elska.
Annað um Baltasar. Hann er frekar upptekin af hvernig hann lítur út og fylgist náið með hvernig stóru strákarnir klæða sig og apar svo eftir og einn morguninn sagði hann allt í einu að hann óskaði sér vetrargalla, svona heilgalla. Þar sem hann á bæði skíðaúlpu og buxur og eitt sett auka fór ég nú ekki að eltast við þessa ósk hans og kaupa alveg nýjan galla svo að ég skellti mér í búð hér í nágrenninu sem selur notuð föt. Hef oft keypt regnföt þar þegar krakkarnir voru í leikskóla og þurftu að eiga tvennt af öllu. Allavegna, þá fann ég þennan forláta heilgalla, skær gulan með svörtu á ermunum og ákvað að taka sjensinn. Keypti gallan og varð minn maður bara svona rosalega ánægður með gallann. Hugsaði með mér ef einhver kemst upp með að ganga í svona galla og vera kúl í honum þá er það sonur minn því honum er nokk sama hvað fólki finnst um hann og ber höfuðið hátt þegar hann er öðruvísi en allir hinir. Bekkjafélagarnir eiga trúlega eftir að halda að þetta sé nýasta tíska þegar Baltasar verður búin að sýna þeim gallann og eitt er víst að ég á alltaf eftir að vita hvar sonur minn er þegar hann er klæddur þessari flík.
Annars bara fínt. Byrjuð í sjúkraþjálfun með bakið á mér og vona að það fari að hjálpa. Er búin að senda öll jólakort og kaupa gjafirnar og ætla að hella mér í konfektgerð um helgina. Búin að baka 3 sortir og læt mömmu baka eina þegar hún kemur en hún er betri bakari í þeirri sortinni. Semsagt er tilbúin fyrir jólin.
Þetta verður síðasta blogg fyrir jól og vill ég bara á endanum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi bloggári. Verð að vinna milli jóla og nýárs og blogga trúlega smá svona til að segja ykkur leyndarmálið.
Lag vikunar er íslenskt jólalag með afburðar góðu myndbandi. Hef bara sjaldan séð eins flottar tæknibrellur og vildi deila því með ykkur, því maður á að deila með öðrum um jólin. Og svo verða allir að syngja með Bo og Ruth! Og getur einhver sagt mér hvern þetta barn er að hitta við þetta fangelsi. Gera börn svona?
Góða helgi og allt það.
11.12.09
Kæri jóli
Voða lítið að segja núna. Vinn alla daga og jólast þess á milli. Búin að kaupa flestar jólagjafirnar, vantar að kaupa handa Sögu. Held að hún fái gönguskíði og föt. Baltasar fær snowboard og skó í stíl. Svo erum við með smá leyndó í gangi sem ekki verður sagt frá fyrir eftir aðfangadag og nei ég er ekki ólétt.
Er alveg ægilega tilbúin í smá jólafrí núna.
Held mig í jólafílingnum þessa vikuna.
Gróða helgi.
Er alveg ægilega tilbúin í smá jólafrí núna.
Held mig í jólafílingnum þessa vikuna.
Gróða helgi.
4.12.09
nei sko!
Hver á afmæli í dag?? Það var ég :-D eða kannski er það ekki neitt til að brosa yfir. Síðasti afmælisdagurinn sem 30 og eitthvað og ég sit langt úti í rassi í hinum endanum á Olsó á hundlélegu námskeiði. Svo lélegu að ég á eftir að biðja um afslátt ásamt hinum 2 þáttakendunum sem eru jafn óhress með gæðin og ég. Skítt með það.
Annars bara lítið. Byrjuð svo smátt að jólast. Seríurnar verða hengdar upp á morgun, gleymdum að kaupa hefti til að hefta þær upp. Ætlum að skreyta piparkökuhús og baka piparkökur um helgina og fara á jólamarkað. Fyrir utan þetta er Baltasar að fara í prufutöku fyrir einhverja kvikmynd. Var eitthvað fólk í skólanum í síðustu viku með svona odisjon og hann spurði mig hvort hann mætti vera með. Hann sagði að þetta væri fyrir auglýsingar sem eru sýndar á undan trailer í bíó, það eru bara ljósmyndir með tekstum. Svona auglýsingar fyrir lokalbúðir og álíka. Jú ég hélt að það væri bara gaman fyrir hann. Svo var hringt í gær frá einhverri umboðsskrifstofu og sagði að hann hefði komist áfram. Það voru 800 strákar sem voru prófaðir og 7 sem komust áfram!! Eitthvað hefur sonur minn misskilið þessa prufu í síðustu viku í skólanum enda er hann ekki alltaf með höfðuðið með sér en allavegna þá langaði honum að fara í þessa prufutöku og við ákváðum að leyfa honum það. Gaman fyrir hann að prófa eitthvað nýtt.
Er í flýti hér að finna lag fyrir vikuna. Held að ég hendi mér í smá föstudags chilli með góðum gæjum.
Meira næst.
Góða helgi.
Annars bara lítið. Byrjuð svo smátt að jólast. Seríurnar verða hengdar upp á morgun, gleymdum að kaupa hefti til að hefta þær upp. Ætlum að skreyta piparkökuhús og baka piparkökur um helgina og fara á jólamarkað. Fyrir utan þetta er Baltasar að fara í prufutöku fyrir einhverja kvikmynd. Var eitthvað fólk í skólanum í síðustu viku með svona odisjon og hann spurði mig hvort hann mætti vera með. Hann sagði að þetta væri fyrir auglýsingar sem eru sýndar á undan trailer í bíó, það eru bara ljósmyndir með tekstum. Svona auglýsingar fyrir lokalbúðir og álíka. Jú ég hélt að það væri bara gaman fyrir hann. Svo var hringt í gær frá einhverri umboðsskrifstofu og sagði að hann hefði komist áfram. Það voru 800 strákar sem voru prófaðir og 7 sem komust áfram!! Eitthvað hefur sonur minn misskilið þessa prufu í síðustu viku í skólanum enda er hann ekki alltaf með höfðuðið með sér en allavegna þá langaði honum að fara í þessa prufutöku og við ákváðum að leyfa honum það. Gaman fyrir hann að prófa eitthvað nýtt.
Er í flýti hér að finna lag fyrir vikuna. Held að ég hendi mér í smá föstudags chilli með góðum gæjum.
Meira næst.
Góða helgi.
27.11.09
La la la la la ævintýri enn gerast
Síðustu helgi fórum við Saga í hytteferð með Aldísi og hennar dætrum. Þetta kallast eiginlega ekki hytte heldur seter sem er það sama sem sel en sel þetta er langt uppi í fjalli, um 30 mín akstur frá næsta þorpi og í gamla daga flutti fólk þangað á sumrin með dýrin sín sem fengu þar gott og vænt gras. Þetta er allt mjög svo upprunalegt, finnast munir frá 1923 í húsinu, gömul og flott húsgögn og flott staðsetning, hvorki rafmagn né rennandi vatn og útiklósett. Bara eins og í gamla daga.
Ferðin upp í fjall var ekkert voðalega skemmtileg enda er ég bílhrædd og það var niðamyrkur og glerhállt en upp komumst við og höfðum það gott föstudag og framan af á laugardeginum. Seinnipart laugardags þegar við vorum búnar að borða, var vaskað upp og Saga vildi hjálpa til. Hún þurkaði diska og átti svo að setja þá á sinn stað og átti einn þeirra að fara inn í stofu. Ekki gekk betur en svo við að setja diskinn á sinn stað en að hún datt um aðra stelpuna hennar Aldísar og skar sig á diskinum. Þeir sem hafa verið í bústað án rafmagns vita að þegar dimmt er úti er ekkert voða bjart inni þrátt fyrir kerti og luktir en ég færði hana í meiri birtu og sá þá að hún var með skurð við úlnliðinn á hægri hendi og svo gat undir olnboganum á vinsti handlegg. Ég sá strax að það yrði að sauma þetta en sem betur fer blæddi ekki neitt voða mikið og sárið á úlnliðinum var ekki alveg við púlsinn en var samt ekki gott að segja hversu nálægt það var. Við ákváðum að keyra niður eftir en þar sem maturinn var búin og við búnar að fá okkur rauðvínsglas með matnum vorum við smá stressaðar en lögðum íann samt. Við hringdum til að athuga hvar næsti læknir væri og það var í Lillehammer en það er um 55 km frá þorpinu undir fjallinu. Aldís hafði í öllu stressinu gleymt gleraugunum sínum og ég var ekki í stuði til að keyra enda afleytur bílstjóri og hefði endað mað taugaáfall áður en ég kæmist hálfa leið. Svo niður keyrði Aldís hálfblind með eitt rauðvínsglas í maganum. Á endanum ákvað ég að hringja í 113 því við vorum ekki alveg vissar hvernig það gengi að keyra til Lillehammer og það var ákveðið að senda sjúkrabíl til að keyra okkur til Lillehammer ef sjúkrafólkið í bílnum héldi að það yrði að sauma.
Við vorum heila eilífð niður fjallið því nú var komin niða þoka ofan í alla hálkuna. Svo þétt að maður sá varla húddið á bílnum. Sjúkrabíllinn hringdi oftar en einu sinni til að athuga hvað væri orðið af okkur en við keyrðum á snigla hraða til að tryggja að við kæmumst öruggar niður. Loksins komumst við að sjúkrabílnum og það var ljóst að það þyrfti að sauma og vorum við Saga keyrðar til Lillehammer- í niða þoku. Fyrst þegar Saga var deyfð byrjaði hún að gráta, hafði ekkert grátið síðan hún datt- ótrúlega dugleg. Hún var saumuð báðu meginn en læknirinn deyfði ekki vinstri hendina því það þurfti bara eitt spor til að loka en duglega stelpan mín lét sig hafa það. Fékk svo bara lási hring í verðlaun sem var allt of lítill, hefði hann passað hefði þetta verið topp verðlaun.
Þegar allt var búið var okkur boðið að taka leigubíl tilbaka sem hefði þýtt um hálftíma akstur frá Lillehammer að þorpinu í þoku og svo annan hálftíma í þoku og hálku upp fjallið og vera þar yfir nóttina og keyra heim morgunin eftir. Læknirinn hafði sagt að ég yrði að fylgjast með henni um nóttina og ég gat ekki hugsað mér að fara til baka. Fyrir það fyrsta var sjálf ferðin ekki skemmtileg og svo tilhugsunin ef hún hefði orðið eitthvað slæm um nóttina ekki skemmtileg. Fara út á klósett í hálku og niðadimmu osfr. Ég tók þá ákvörðun að fara á hótel sem við og gerðum og við höfðum það ægilega gott þar. Borðuðu snakk og horfðum á sjónvarpið. Saga var alltaf að vakna alla nóttina og gráta og átti erfitt svo að ég vissi að ég hefði tekið rétta ákvörðun. Morgunin eftir kom svo Aldís og náði í okkur en hún hafði á endanum fengið tengdapabba sinn til að keyra sér upp í fjall því færðin var svo erfið en það var annað ævintýri sem hún getur sagt frá.
Saga er í fínu formi núna en getur ekki notað hægri hendina svo þessa vikuna hef ég þurft að klæða hana í föt og skeina og allt sem hún annars getur sjálf. Hefur verið mjög sár og bólgin en gat lokað lófanum í gær svo þetta fer allt að koma. Saumarnir verða teknir um miðja næstu viku.
Þetta var semsagt það helsta. Er að fara út að borða með húsbandinu í kvöld, halda upp á síðbúin brúðkaupsdag og svo afmælið mitt sem verður eftir viku. Síðasti afmælisdagurinn minn sem 30 og eitthvað. Djí hvað ég er orðin gömul. Svo fer ég bara að jólast. Held svei mér þá að ég taki upp jóladiskana á sunnudaginn og spili smá jólalög meðan ég hendi saman aðventukransinum. Í ár verður ekki neitt jóladagatal hér á blogginu. Hef hreinlega ekki tíma.
Held mig við nútímann þessa vikuna. Smá rokk frá Noregi.
Glóða helgi.
Ferðin upp í fjall var ekkert voðalega skemmtileg enda er ég bílhrædd og það var niðamyrkur og glerhállt en upp komumst við og höfðum það gott föstudag og framan af á laugardeginum. Seinnipart laugardags þegar við vorum búnar að borða, var vaskað upp og Saga vildi hjálpa til. Hún þurkaði diska og átti svo að setja þá á sinn stað og átti einn þeirra að fara inn í stofu. Ekki gekk betur en svo við að setja diskinn á sinn stað en að hún datt um aðra stelpuna hennar Aldísar og skar sig á diskinum. Þeir sem hafa verið í bústað án rafmagns vita að þegar dimmt er úti er ekkert voða bjart inni þrátt fyrir kerti og luktir en ég færði hana í meiri birtu og sá þá að hún var með skurð við úlnliðinn á hægri hendi og svo gat undir olnboganum á vinsti handlegg. Ég sá strax að það yrði að sauma þetta en sem betur fer blæddi ekki neitt voða mikið og sárið á úlnliðinum var ekki alveg við púlsinn en var samt ekki gott að segja hversu nálægt það var. Við ákváðum að keyra niður eftir en þar sem maturinn var búin og við búnar að fá okkur rauðvínsglas með matnum vorum við smá stressaðar en lögðum íann samt. Við hringdum til að athuga hvar næsti læknir væri og það var í Lillehammer en það er um 55 km frá þorpinu undir fjallinu. Aldís hafði í öllu stressinu gleymt gleraugunum sínum og ég var ekki í stuði til að keyra enda afleytur bílstjóri og hefði endað mað taugaáfall áður en ég kæmist hálfa leið. Svo niður keyrði Aldís hálfblind með eitt rauðvínsglas í maganum. Á endanum ákvað ég að hringja í 113 því við vorum ekki alveg vissar hvernig það gengi að keyra til Lillehammer og það var ákveðið að senda sjúkrabíl til að keyra okkur til Lillehammer ef sjúkrafólkið í bílnum héldi að það yrði að sauma.
Við vorum heila eilífð niður fjallið því nú var komin niða þoka ofan í alla hálkuna. Svo þétt að maður sá varla húddið á bílnum. Sjúkrabíllinn hringdi oftar en einu sinni til að athuga hvað væri orðið af okkur en við keyrðum á snigla hraða til að tryggja að við kæmumst öruggar niður. Loksins komumst við að sjúkrabílnum og það var ljóst að það þyrfti að sauma og vorum við Saga keyrðar til Lillehammer- í niða þoku. Fyrst þegar Saga var deyfð byrjaði hún að gráta, hafði ekkert grátið síðan hún datt- ótrúlega dugleg. Hún var saumuð báðu meginn en læknirinn deyfði ekki vinstri hendina því það þurfti bara eitt spor til að loka en duglega stelpan mín lét sig hafa það. Fékk svo bara lási hring í verðlaun sem var allt of lítill, hefði hann passað hefði þetta verið topp verðlaun.
Þegar allt var búið var okkur boðið að taka leigubíl tilbaka sem hefði þýtt um hálftíma akstur frá Lillehammer að þorpinu í þoku og svo annan hálftíma í þoku og hálku upp fjallið og vera þar yfir nóttina og keyra heim morgunin eftir. Læknirinn hafði sagt að ég yrði að fylgjast með henni um nóttina og ég gat ekki hugsað mér að fara til baka. Fyrir það fyrsta var sjálf ferðin ekki skemmtileg og svo tilhugsunin ef hún hefði orðið eitthvað slæm um nóttina ekki skemmtileg. Fara út á klósett í hálku og niðadimmu osfr. Ég tók þá ákvörðun að fara á hótel sem við og gerðum og við höfðum það ægilega gott þar. Borðuðu snakk og horfðum á sjónvarpið. Saga var alltaf að vakna alla nóttina og gráta og átti erfitt svo að ég vissi að ég hefði tekið rétta ákvörðun. Morgunin eftir kom svo Aldís og náði í okkur en hún hafði á endanum fengið tengdapabba sinn til að keyra sér upp í fjall því færðin var svo erfið en það var annað ævintýri sem hún getur sagt frá.
Saga er í fínu formi núna en getur ekki notað hægri hendina svo þessa vikuna hef ég þurft að klæða hana í föt og skeina og allt sem hún annars getur sjálf. Hefur verið mjög sár og bólgin en gat lokað lófanum í gær svo þetta fer allt að koma. Saumarnir verða teknir um miðja næstu viku.
Þetta var semsagt það helsta. Er að fara út að borða með húsbandinu í kvöld, halda upp á síðbúin brúðkaupsdag og svo afmælið mitt sem verður eftir viku. Síðasti afmælisdagurinn minn sem 30 og eitthvað. Djí hvað ég er orðin gömul. Svo fer ég bara að jólast. Held svei mér þá að ég taki upp jóladiskana á sunnudaginn og spili smá jólalög meðan ég hendi saman aðventukransinum. Í ár verður ekki neitt jóladagatal hér á blogginu. Hef hreinlega ekki tíma.
Held mig við nútímann þessa vikuna. Smá rokk frá Noregi.
Glóða helgi.
20.11.09
Stundum fer ég ægilega í taugarnar á húsbandinu. Það er oftast þegar ég er að ganga frá. Ég fæ svona köst. Dæmi: húsbandið fær sér vatn í glas og klárar það og leggur það frá sér. Ég geng fram hjá, tek glasið og set það í uppþvottavélina. Hann leitar út um allt að glasinu sem hann var að nota en viti menn það finnst hvergi. Hann spyr mig hvort ég hafi tekið glasið hans og ég kannast ekkert við það. Hann finnur það í uppþvottavélinni og ég skil ekkert í neinu. Þetta eru nefninlega alveg ósjálfráð viðbrögð. Var að steikja kótelettur í vikunni. Tók gaffal til að flytja kjötið frá pakkningu yfir á bretti og setti gaffalinn í uppþvottavélina. Barði svo kjötið og ætlaði að færa það yfir á pönnuna og fann ekki gaffalinn, skildi ekki neitt í neinu og náði í nýjan. Ég notaði 3 gaffla í þessari steikingu. Veit ekki hvað kemur yfir mig stundum. þetta er eins og að vera flogaveik. Kemur einstöku sinnum og ég man ekkert eftir að hafa gert þetta en ég hef tekið eftir því að þetta gerist yfirleitt þegar er óvenju fínt og hreint heima hjá mér. Greinilega einhver desperat þörf fyrir að halda fínu smá lengur. Tekur yfirleitt ekki nema 3 tíma frá við komum heim í hreint hús þegar ræstitæknirinn hefur verið að verki þangað til að allt er við það sama. Sorglegt en satt. Drasl á það til að koma af sjálfu sér.
Er að fara í hytteferð með Aldísi og dætrum. Stelpu-fyrir-aðventu-ferð. Ég varð smá stressuð því ég misskildi Aldísi og hélt að hún ætlaði að föndra fullt í þessari ferð. Ég er algjör sveppur þegar kemur að föndri. Hverju ættum við mægður að finna upp á. Sem betur fer var þetta misskilningur svo að hún ætlar bara að skrifa á jólakort og ég ætla bara að slappa af og lesa blöð eða eitthvað. Jólakortin hjá mér eru í vinnslu og svei mér þá ef þau verða ekki send fyrr en síðar.
Þarf ekkert að kynna lag vikunar. Gamalt og gott.
Góða helgi.
Er að fara í hytteferð með Aldísi og dætrum. Stelpu-fyrir-aðventu-ferð. Ég varð smá stressuð því ég misskildi Aldísi og hélt að hún ætlaði að föndra fullt í þessari ferð. Ég er algjör sveppur þegar kemur að föndri. Hverju ættum við mægður að finna upp á. Sem betur fer var þetta misskilningur svo að hún ætlar bara að skrifa á jólakort og ég ætla bara að slappa af og lesa blöð eða eitthvað. Jólakortin hjá mér eru í vinnslu og svei mér þá ef þau verða ekki send fyrr en síðar.
Þarf ekkert að kynna lag vikunar. Gamalt og gott.
Góða helgi.
13.11.09
Matargat
Var að panta mér nýja uppskriftarbók frá Amazon. Rakst á hana fyrir tilviljun þegar ég var að kaupa jólagjöf þar og þar sem ekki færri en 67 einstaklingar gáfu þessari bók toppeinkun varð félagsveran ég, nátturulega að vera eins og allir hinir og kaupa bókina. Mikið hlakka ég til að fá hana heim. Hef bara sjaldnast hlakkað eins mikið til að fá neina bók eins og þessa. Alveg er ég handviss um að líf mitt eigi eftir að taka stakkaskiftum við lestur þessarar bókar. Ég er búin að vera svo andlaus í eldamennskunni í allt sumar og haust og ég þarf á innblæstri að halda og ég trúi því ekki að allt þetta fólk sé að plata mig.
Ótrúlegt hvað matur skiftir miklu máli. Stundum verð ég svo matleið að ég finn ekki upp á neinu og stundum er ég svo frjó að ég enda á að fá valkvíða sem endar með að ég finn ekki upp á neinu! Núna vill ég elda eitthvað annað og nýtt. Annars man ég eftir þegar ég hef borðað þetta og hitt í fyrsta sinn. Man þegar ég fékk Taco í fyrsta skifti. Það var mín fyrsta mat-upplifun sem breytti lífi mínu smá. Aldrei hafði ég smakkað neitt eins og þetta og fannst það æði og lærði meira segja að elda það (Vá hvað ég er leið á því í dag). Og svo man ég þegar ég bragðaði á Thai mat í fyrsta skifti. Það var hrein opinberun. Var á ferlaga sjöbbí veitingarstað í Köben og bjóst nú við flestu öðru en góðum mat, þjónarnir voru í eigin fötum eins og smekkbuxum, diskarnir pössuðu ekki saman og voru sumir úr plasti, veggirnir voru læm grænir með glimmermyndum og maður fékk vatn á fernu. En mikið fjandi kunni þetta fólk að elda. Ég næstum grét. Og ég man eftir spagettí sem ég borðaði á Rimini þegar ég var 13 ára, það var svo gott að ég man hvar staðurinn var. Ég man líka þegar ég smakkaði Ostrur í fyrsta skifti. Það var einnig það síðasta. Og svo fékk ég ægilega góðan forrétt í Róm í hittifyrra sem samanstóð af kartöflum, trufflutapenade og osti. Geðveikt. Og ekki má gleyma upplifun ársins og ef ekki áratugarins sem er ísinn sem ég borðaði í París í vor. Hvítan súkkulaðiís með Wasabi sósu. Ég næstum dó. Og hvað var svo í matinn hjá mér í gærkvöldi. Jú pizza úr búðinni og brauð með spægipylsu. Ef það er ekki gormei svo veit ég ekki hvað.
Er annars að fara á mömmu downs kvöld í kvöld og allir eiga að taka með smá rétt. Ég ákvað að búa til eigið artichok tapenade. Sjáum hvort það verði einhver upplifun.
Lag vikunar er rólegt. Með einni af mínum uppáhalds söngkonum. Ég fer alltaf næstum því að gráta þegar ég heyri það. Svo krúttlegt.
Góða helgi og eitt að lokum. Hlustar einhver á lag vikunar? SVARA!
Ótrúlegt hvað matur skiftir miklu máli. Stundum verð ég svo matleið að ég finn ekki upp á neinu og stundum er ég svo frjó að ég enda á að fá valkvíða sem endar með að ég finn ekki upp á neinu! Núna vill ég elda eitthvað annað og nýtt. Annars man ég eftir þegar ég hef borðað þetta og hitt í fyrsta sinn. Man þegar ég fékk Taco í fyrsta skifti. Það var mín fyrsta mat-upplifun sem breytti lífi mínu smá. Aldrei hafði ég smakkað neitt eins og þetta og fannst það æði og lærði meira segja að elda það (Vá hvað ég er leið á því í dag). Og svo man ég þegar ég bragðaði á Thai mat í fyrsta skifti. Það var hrein opinberun. Var á ferlaga sjöbbí veitingarstað í Köben og bjóst nú við flestu öðru en góðum mat, þjónarnir voru í eigin fötum eins og smekkbuxum, diskarnir pössuðu ekki saman og voru sumir úr plasti, veggirnir voru læm grænir með glimmermyndum og maður fékk vatn á fernu. En mikið fjandi kunni þetta fólk að elda. Ég næstum grét. Og ég man eftir spagettí sem ég borðaði á Rimini þegar ég var 13 ára, það var svo gott að ég man hvar staðurinn var. Ég man líka þegar ég smakkaði Ostrur í fyrsta skifti. Það var einnig það síðasta. Og svo fékk ég ægilega góðan forrétt í Róm í hittifyrra sem samanstóð af kartöflum, trufflutapenade og osti. Geðveikt. Og ekki má gleyma upplifun ársins og ef ekki áratugarins sem er ísinn sem ég borðaði í París í vor. Hvítan súkkulaðiís með Wasabi sósu. Ég næstum dó. Og hvað var svo í matinn hjá mér í gærkvöldi. Jú pizza úr búðinni og brauð með spægipylsu. Ef það er ekki gormei svo veit ég ekki hvað.
Er annars að fara á mömmu downs kvöld í kvöld og allir eiga að taka með smá rétt. Ég ákvað að búa til eigið artichok tapenade. Sjáum hvort það verði einhver upplifun.
Lag vikunar er rólegt. Með einni af mínum uppáhalds söngkonum. Ég fer alltaf næstum því að gráta þegar ég heyri það. Svo krúttlegt.
Góða helgi og eitt að lokum. Hlustar einhver á lag vikunar? SVARA!
6.11.09
Góð lykt
Baltasar er að vonast til að fá að ganga í skóla á Höfn í lok skólaársins. Það fer samt eftir námsárangri hjá honum hvort hann fær að fara, hann er ekkert ægilega áhugasamur um nám og árangur eftir því. Ef hann tekur sig á og lærir að lesa á íslensku í vetur fær hann að fara. Honum langar rosalega. Við vorum að labba í skólann um daginn og þá fór hann að tala um hvað hann saknar vina sinna á Höfn en hann hefur verið mikið með frændum sínum, Hafsteini(Gugga og Steini) og Axel (Eva og Frissi) og svo nágrannastrák sem heitir Andri. Svo saknar hann afa og ömmu og restinni af fjölskyldunni og svo saknar hann lyktarinnar á Höfn. Hún er svo góð!! "Ha" sagði ég, finnst þér góð lykt á Höfn. Já það er svo góð lykt þar sagði hann og svo er svo notalegt hvað er langt á milli húsana þar. Og svo er svo notalegt hvað er stutt til allra vina minna þegar ég er þar. Ég myndi segja að sonur minn sé Hornfirðingur í hjarta, en hann hefur verið þar undanfarin sumur og á vonandi eftir að dvelja þar hvert sumar þangað til afi hans og amma segja að þau vilji ekki fá hann lengur. Ég vona að hann eigi eftir að fá að vinna á Höfn á sumrin. Það var alltaf svo ægilega gaman á Höfn á þeim árstíma eða nei, það var kannski of mikið stuð til að ég þori að senda hann þangað sem ungling!
Fékk svínabóluna í gær og enn sem komið er finn ég ekki fyrir svo miklu nema mér er hundillt í handleggnum þar sem ég var sprautuð. Vaknaði oftar en einu sinni í nótt til að skifta um stellingu og hagræða handleggnum. Vona að þetta verði það eina sem ég finn fyrir af aukaverkunum.
Jú og svo eigum við hjónakornin brúðkaupsafmæli á sunnudaginn. Verð nú að viðurkenna að við munum ekkert alltaf þennan dag og Jc man hann yfirleitt betur en ég. Ég er voða léleg í afmælum og svoleiðis. Hef meira að segja gleymt sjálfri mér hálfan dag, mundi það eftir hádegi að ég ætti afmæli. Maður er ekki alltaf í lagi!
Lag vikunar er norskt og mér finnst það gott og flott video.
Goða helgi.
Fékk svínabóluna í gær og enn sem komið er finn ég ekki fyrir svo miklu nema mér er hundillt í handleggnum þar sem ég var sprautuð. Vaknaði oftar en einu sinni í nótt til að skifta um stellingu og hagræða handleggnum. Vona að þetta verði það eina sem ég finn fyrir af aukaverkunum.
Jú og svo eigum við hjónakornin brúðkaupsafmæli á sunnudaginn. Verð nú að viðurkenna að við munum ekkert alltaf þennan dag og Jc man hann yfirleitt betur en ég. Ég er voða léleg í afmælum og svoleiðis. Hef meira að segja gleymt sjálfri mér hálfan dag, mundi það eftir hádegi að ég ætti afmæli. Maður er ekki alltaf í lagi!
Lag vikunar er norskt og mér finnst það gott og flott video.
Goða helgi.
30.10.09
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Það var að koma út bók hér í Noregi sem heitir "Facebook kynslóðin". Hún fjallar um kynslóð ungs fólks í dag sem er alið upp með farsíma í annari hendi og tölvu í hinni, alltaf loggað inn á Facebook eða Twitter og vill frekar sjást en sjá aðra og aldrei missa af neinu. Eiga 1200 vini á facebook en engan til að drekka kaffi með. Sá sem skrifar bókina segir að fólk af þessari kynslóð óski sér frægðar og frama. Enginn vill verða hjúkrunarkona eða lögga lengur. Allir vilja vera söngvarar eða sjónvarpsstjörnur án þess að þurfa að hafa fyrir því og að yfirborðsmennskan sé áberandi. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta sé satt eða ekki en mig grunar að þetta sé ekki bara tómt bull.
Ég spurði Baltasar um daginn hvað hann vill verða þegar hann verður stór. Hann vill annað hvort verða frægur fótbolltaspilari eða frægur söngvari! Þegar ég var 8 ára vildi ég vera flugfreyja en það breyttist svo í arkitekt nokkrum árum seinna. Flestar af mínum vinkonum vildu vera búðarkonur eða hjúkkur. Meira að segja Saga ætlar sér að verða súperstjarna þegar hún verður fullorðin, hvorki meira né minna. Ég spurði Baltasar hvort hann gerði sér grein fyrir hvernig maður yrði frábær fótbolltaspilari. Jú hann þurfti að æfa mikið en hann var nú svo góður fyrir að hann þyrfti kannski ekki að æfa svo mikið!! Hann er bara 8 ára svo að það er skiljanlegt að þetta með að æfa og að þurfa að vinna fyrir hlutunum sé ekki eitthvað sem hann fattar núna. En mig grunar bara að það sé fullt af fólki sem er miklu eldra sem heldur það sama. Ekki eðlilegt hversu margir taka þátt í Idol og X-factor hérna úti án þess að geta sungið einn hreinan tón. Þetta er greinilega Facebook kynslóðin sem vill vera fræg og hellst vinna sem minnst fyrir frægðinni. Eða á þetta unga fólk svo vonda foreldra sem hefur tekist að telja börnunum sínum trú um að þau geti sungið. Veit það ekki eiginlega. Ætla allavegna að horfa á sænska Idol í kvöld með Sögu. Hún hefur svo gaman af svona þáttum. Í gær sagði hún mér að hana hafi dreymt svo fínan draum(og þetta var sagt á íslensku). Hana dreymdi að hún var að syngja og dansa í júróvisjon fyrir börn. Gott að hana dreymir þetta því litla skinnið á aldrei eftir að syngja á sviði því hún er alveg vita laglaus, er ég ekkert að ýkja þar.
Annars lítið að frétta frá okkur hér í Noregi. Saga fékk svínasprautu í gær, varð ekkert slöpp eða neitt. Sást ekki einu sinni á handleggnum að hún hafi fengið sprautu. Hún er voða hraust. Annars er ég enn að bíða eftir minni. Orðið tómt hjá lækninum svo að ég verð að bíða eitthvað. Baltasar fékk tilboð um bólusetningu í skólanum og við ætlum að taka því. Fleiri í bekknum hans búin að vera veik og hér í Noregi hafa 14 mannsl látist úr þessari flensu. Noregur toppar evrópulistan yfir dauðsföll og mér finnst það hund stressandi og þessvegna förum við öll í sprautu. Ætla að reka JC líka.
Svo er líka orðið kallt úti. Frost á nóttunni og ég dró fram dúnúlpuna í morgun og lúffurnar. Nú er ekki aftur snúið. En sem betur fer koma jólin til að gleðja mína lund. Er byrjuð að kaupa jólagjafir og hugsa hvað ég ætla að baka og búa til af konfekti því ég ætla að prófa það í ár. Ekki mikið - bara pínu. Jæja nú er ég alveg komin á útopnu. Best að fara að vinna.
Æi best að skella sér í smá diskó.
Góða Halloween helgi.
Ég spurði Baltasar um daginn hvað hann vill verða þegar hann verður stór. Hann vill annað hvort verða frægur fótbolltaspilari eða frægur söngvari! Þegar ég var 8 ára vildi ég vera flugfreyja en það breyttist svo í arkitekt nokkrum árum seinna. Flestar af mínum vinkonum vildu vera búðarkonur eða hjúkkur. Meira að segja Saga ætlar sér að verða súperstjarna þegar hún verður fullorðin, hvorki meira né minna. Ég spurði Baltasar hvort hann gerði sér grein fyrir hvernig maður yrði frábær fótbolltaspilari. Jú hann þurfti að æfa mikið en hann var nú svo góður fyrir að hann þyrfti kannski ekki að æfa svo mikið!! Hann er bara 8 ára svo að það er skiljanlegt að þetta með að æfa og að þurfa að vinna fyrir hlutunum sé ekki eitthvað sem hann fattar núna. En mig grunar bara að það sé fullt af fólki sem er miklu eldra sem heldur það sama. Ekki eðlilegt hversu margir taka þátt í Idol og X-factor hérna úti án þess að geta sungið einn hreinan tón. Þetta er greinilega Facebook kynslóðin sem vill vera fræg og hellst vinna sem minnst fyrir frægðinni. Eða á þetta unga fólk svo vonda foreldra sem hefur tekist að telja börnunum sínum trú um að þau geti sungið. Veit það ekki eiginlega. Ætla allavegna að horfa á sænska Idol í kvöld með Sögu. Hún hefur svo gaman af svona þáttum. Í gær sagði hún mér að hana hafi dreymt svo fínan draum(og þetta var sagt á íslensku). Hana dreymdi að hún var að syngja og dansa í júróvisjon fyrir börn. Gott að hana dreymir þetta því litla skinnið á aldrei eftir að syngja á sviði því hún er alveg vita laglaus, er ég ekkert að ýkja þar.
Annars lítið að frétta frá okkur hér í Noregi. Saga fékk svínasprautu í gær, varð ekkert slöpp eða neitt. Sást ekki einu sinni á handleggnum að hún hafi fengið sprautu. Hún er voða hraust. Annars er ég enn að bíða eftir minni. Orðið tómt hjá lækninum svo að ég verð að bíða eitthvað. Baltasar fékk tilboð um bólusetningu í skólanum og við ætlum að taka því. Fleiri í bekknum hans búin að vera veik og hér í Noregi hafa 14 mannsl látist úr þessari flensu. Noregur toppar evrópulistan yfir dauðsföll og mér finnst það hund stressandi og þessvegna förum við öll í sprautu. Ætla að reka JC líka.
Svo er líka orðið kallt úti. Frost á nóttunni og ég dró fram dúnúlpuna í morgun og lúffurnar. Nú er ekki aftur snúið. En sem betur fer koma jólin til að gleðja mína lund. Er byrjuð að kaupa jólagjafir og hugsa hvað ég ætla að baka og búa til af konfekti því ég ætla að prófa það í ár. Ekki mikið - bara pínu. Jæja nú er ég alveg komin á útopnu. Best að fara að vinna.
Æi best að skella sér í smá diskó.
Góða Halloween helgi.
23.10.09
Jú ég er hérna, bara smá sein.
Var að koma úr vinnuferð frá suðurlandinu. Nánar tiltekið Lyngör.
Veðrið var ekki upp á sitt besta, stormur og rigning en samt gaman að komast í burtu.
Svínaflensan að fara með norðmenn, Saga og ég erum að fara í sprautu. Hún á fimmtudaginn eftir viku og ég þegar ég fæ tíma. Vona að við höldum okkur frískum þangað til. Besti vinur Baltasar sem hann situr við hliðina á í skólanum er komin með þennan andskota og ég er skíthrædd um að Baltasar hafi smitast. Það kemur trúlega í ljós um helgina en sem betur fer er Saga að heiman svo að maður vonar að þetta sleppi allt.
Annars lítið og hef lítinn tíma núna. Er að fara að keyra heimasætunni til stuðningsfjölskyldunnar hennar það sem verður stjanað við hana heila helgi. Yndislegt fólk og henni hlakkar alltaf svo til að fara þangað.
Nýtt lag þessa vikuna aldrei þessu vant. Fatta ekki alveg videoið en kannski er ekkert að fatta. OG bæ ðei vei þá er alltaf verið að spila íslenska júróvisjonlagið frá í ár í norska útvarpinu.
Verð að þjóta. Góða helgi
Veðrið var ekki upp á sitt besta, stormur og rigning en samt gaman að komast í burtu.
Svínaflensan að fara með norðmenn, Saga og ég erum að fara í sprautu. Hún á fimmtudaginn eftir viku og ég þegar ég fæ tíma. Vona að við höldum okkur frískum þangað til. Besti vinur Baltasar sem hann situr við hliðina á í skólanum er komin með þennan andskota og ég er skíthrædd um að Baltasar hafi smitast. Það kemur trúlega í ljós um helgina en sem betur fer er Saga að heiman svo að maður vonar að þetta sleppi allt.
Annars lítið og hef lítinn tíma núna. Er að fara að keyra heimasætunni til stuðningsfjölskyldunnar hennar það sem verður stjanað við hana heila helgi. Yndislegt fólk og henni hlakkar alltaf svo til að fara þangað.
Nýtt lag þessa vikuna aldrei þessu vant. Fatta ekki alveg videoið en kannski er ekkert að fatta. OG bæ ðei vei þá er alltaf verið að spila íslenska júróvisjonlagið frá í ár í norska útvarpinu.
Verð að þjóta. Góða helgi
16.10.09
Ég fylgist ágætlega með íslenskum fjölmiðlum og bloggum og umræðunni um kreppuna sem íslendingar eru að upplifa núna og þakka fyrir að ég aldrei flutti heim. Ástandið á Íslandi er alveg ferlegt og dapurt þegar fólk á erfitt með að ná endum saman og neyðist til að flýja land til að fá mannsæmandi líf. Ég las á einu blogginu að börn á Íslandi í dag eiga erfitt með að skilja að foreldrarnir þurfi að spara og þau ekki lengur fái merkjagallabuxur eða nýjan iPod og álíka. Ég hef oft síðustu ár tekið eftir því hvað börn og unglingar í dag eru farin að gera miklar kröfur. Auðvitað er það slæmt ef börn fái ekki mannsæmandi föt, skólabækur og hluti aðra nauðsynjavöru en merkjaföt og leikjatölvur flokkast ekki undir nauðsynjavörur hjá mér. Kannski það góða sem kemur úr þessari kreppu er kynslóð sem lærir nægjusemi og góða nýtingu. Finnst við lifa í allt of miklu "henda á haugana" samfélagi. Þetta gildir alls ekki bara um íslendinga og íslensk börn. Sama vandamál hér. Aldrei verið hent eins miklu af heimilistækjum, fötum osfr sem ekkert er að. Sjónvörp t.d eru orðin svona henda á haugana vara. Baltasar er hundfúll afþví hann fær ekki sjónvarp inn í herbergið sitt. Mér dettur ekki til hugar að kaupa sjónvarp handa 8 ára gömlum strák þegar við erum með 2 sjónvörp á heimilinu sem bæði virka ennþá. Hann vill líka tölvu. Fær hana þegar við kaupum okkur nýja tölvu, þá getur hann fengið okkar gömlu ef hún lifir svo lengi annars verður hann að bíða fram að fermingu. Ég kem úr fjölskyldu sem nýtti hlutina í botn og þá meina ég það í bókstaflegri merkingu. Við vorum eflaust sú fjölskylda á öllum norðurlöndunum sem fengu síðast litasjónvarp. Man ekki hvað ég var orðin gömul en ég var orðin unglingur, mæli kannski ekki endilega með svona mikilli nýtingu. Hægt að fara milliveginn.
Mágkona mín á unglingsstrák sem gengur aldrei í fötum frá H & M. Þetta er mál sem við erum orðnar sammála um að ekkert þýðir að ræða okkar á milli því ég fatta ekki svona snobb en henni finnst það alveg sjálfsagt að hann gangi í rándýrum fötum og við erum gjörsamlega ósammála í þessu máli. Fatta ekki svona. Flestir krakkar í dag eiga meira en nóg og það gildir líka um mín börn. Veit aldei hverju ég á að svara þegar fólk spyr hvað það eigi að gefa þeim í jóla og afmælisgjafir. Mér finnst þeim ekki vanta neitt, auðvitað koma tímabil þar sem þarf að kaupa nyja skauta og skíði og annað sem þau eru vaxin upp úr en leikföng eiga þau nóg af. Finns mér. Ekki viss um að þau séu sammála.
Mér finnst erfitt að kynna hugtök eins og þakklæti og nægjusemi þegar við lifum í samfélagi sem margir eiga mikið og sumir lítið en samt meira en fólk í svo mörgum öðrum löndum. Held að krakkar í dag haldi að það sé alveg sjálfsagt að þau eigi sem mest og fái sem mest. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp á tíma þar sem kröfurnar voru minni og samfélagið einfaldara á margan hátt. Er það bara ég sem hugsa svona?
Jæja best að hætta þessu röfli. Vinnuvikan alveg að verða búin. Var með stelpuafmæli í gær og prinsessan ægilega ánægð með veisluna. Verður fjölskylduveisla á sunnudaginn með hornunum hennar mömmu og heimsins bestu eplaköku.Hætt í bili.
Best að halda sig í gömlu deildinni um stund.
Glóða helgi.
Mágkona mín á unglingsstrák sem gengur aldrei í fötum frá H & M. Þetta er mál sem við erum orðnar sammála um að ekkert þýðir að ræða okkar á milli því ég fatta ekki svona snobb en henni finnst það alveg sjálfsagt að hann gangi í rándýrum fötum og við erum gjörsamlega ósammála í þessu máli. Fatta ekki svona. Flestir krakkar í dag eiga meira en nóg og það gildir líka um mín börn. Veit aldei hverju ég á að svara þegar fólk spyr hvað það eigi að gefa þeim í jóla og afmælisgjafir. Mér finnst þeim ekki vanta neitt, auðvitað koma tímabil þar sem þarf að kaupa nyja skauta og skíði og annað sem þau eru vaxin upp úr en leikföng eiga þau nóg af. Finns mér. Ekki viss um að þau séu sammála.
Mér finnst erfitt að kynna hugtök eins og þakklæti og nægjusemi þegar við lifum í samfélagi sem margir eiga mikið og sumir lítið en samt meira en fólk í svo mörgum öðrum löndum. Held að krakkar í dag haldi að það sé alveg sjálfsagt að þau eigi sem mest og fái sem mest. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp á tíma þar sem kröfurnar voru minni og samfélagið einfaldara á margan hátt. Er það bara ég sem hugsa svona?
Jæja best að hætta þessu röfli. Vinnuvikan alveg að verða búin. Var með stelpuafmæli í gær og prinsessan ægilega ánægð með veisluna. Verður fjölskylduveisla á sunnudaginn með hornunum hennar mömmu og heimsins bestu eplaköku.Hætt í bili.
Best að halda sig í gömlu deildinni um stund.
Glóða helgi.
14.10.09
Hún á afmæli í dag.
Heimasætan á afmæli í dag, 10 ára. Hversu tíminn líður fljótt. Eftir nokkur ár verður hún orðin unglingur. Er farin að æfa sig í því og gengur vel. Hún verður trúlega afburðar unglingur í einu og öllu. Hún lætur varla sjá sig í skólanum nema með bleikan gloss svo að ég bíð spennt eftir hvernig þetta pjatt á eftir að þróast. Ekki var ég svona pjöttuð á hennar aldri. Allavegna þá verður smá veisla í dag, ein aftur á morgun og svo á sunnudaginn. Til hamingju með daginn sætust.

















9.10.09
Himinn eða helvíti!
Mikið andskoti hefur maður djöfulli lítið að segja suma fjandans daga. Þessi helvítis dagur er einn af þeim, gerist andskotans ekki rassgat í mínu lífi þessa djöfulsins dagana nema að ég er fjandans veik en sem betur helvítis fer er ég að hressast en er samt heima frá fjandans vinnu. Djöfulli leiðis mér að vera veik, er ekki nógu andskoti veik til að liggja í rúminu og ekki nógu fjandans hress til að vera í vinnunni. Er eins helvíti erfitt að lesa þennan djöfulsins texta eins og er erfitt að djöflast við að skrifa hann?? Það er ekki tekið út með helvítis sældinni að bölva í öðru hverju fjandans orði. Það er eiginlega algjört helvítis fokking fokk og ég nenni því fjandan ekki lengur og hana nú.
Já eins og ég segi þá er lítið að gerast hér þessa dagana og ætla ekkert að vera að pína ykkur að lesa um ekki neitt og þar af leiðandi ætla ekki að skrifa meira. Verð með smá afmæliskveðju hér á miðvikudaginn. Endilega kíkja við.
Til að bæta upp skrifleysið býð ég upp á tvö lög þessa vikuna. Það fyrsta er brilljant á margan hátt. Munið eftir finnska diskódansaranum? Þetta eru frændsystkini hans. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Seinna lagið er til að róa aðeins niður eftir allt þetta diskó. Gamalt að vanda.
Stuðhelgi.
Já eins og ég segi þá er lítið að gerast hér þessa dagana og ætla ekkert að vera að pína ykkur að lesa um ekki neitt og þar af leiðandi ætla ekki að skrifa meira. Verð með smá afmæliskveðju hér á miðvikudaginn. Endilega kíkja við.
Til að bæta upp skrifleysið býð ég upp á tvö lög þessa vikuna. Það fyrsta er brilljant á margan hátt. Munið eftir finnska diskódansaranum? Þetta eru frændsystkini hans. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Seinna lagið er til að róa aðeins niður eftir allt þetta diskó. Gamalt að vanda.
Stuðhelgi.
2.10.09
óllah
Þá er vel heppnaðri og skemmtilegri ferð lokið. Allir þáttakendur voru mjög ánægð með dvölina á Íslandi og sýningin gekk vonum framar. Held ekki að allir áhorfendur hafi átt von á þess konar sýningu en mig grunar að það finnist ekki hópar af þessari gerð á Íslandi þar sem svona margir á mismunandi aldri taki þátt í sömu sýningu. Ekki er verra heldur að Dissimilis eru góð í að hanna og sauma búninga. Var á ráðstefnu á mánudaginn og þar var einmitt verið að tala um hversu mikilvægt er að hafa góða umgjörð fyrir hópa af þessu tagi en Dissimilis eru alltaf góð í því. Annars var stíft prógram hjá okkur og svo mér. Náði smá vinkonu hittingi og fjölskyldu hittingi en var annars á fullu. Er eiginlega enn hálf þreytt eftir þessa ferð því að vakna kl 4:15 og fara í flug gerir mann þreyttan og ekki talandi um ef maður hefur svo ekki komið sér í bælið á almennilegum tíma frá ég kom heim. Keypti mér nýlega bók eftir Arnald Indriðason og fór að lesa hana og þá er bara ekki sofið. Svoleiðis er það.
Húsbandið er að fara á sitt fyrsta skytterí um helgina. Er að fara til þrándheims á rjúpu. Kannski bara að hann veiði eitthvað. Maður kannski lærir að elda rjúpu. Svo er tengdó með stórt land í svíþjóð þar sem hægt er að veiða elg og fleira en húsbandið þykist ekki vilja veiða svona stór dýr. Kjaftæði segi ég við hann, "vertu nú svolítið matsjó og veiddu einn elg fyrir konuna þína!". Eða hann getur líka veitt héra og skógardúfur þar. Vildi samt hels að hann færi á gæs. Veit ekki hvar maður veiðir svoleiðis hér í þessu landi, sendi hann bara á Höfn á gæs með Óskari bróður næsta haust. Hef mikil plön um að læra að elda villibráð.
Annars ekkert, þreytt og syfjuð núna kl 7 23 á föstudagsmorgni. Það er orðið svo dimmt og kallt á morgnana og það var hrím á bílnum í morgun. Verð að horfast í augu við þá dapurlegu staðreynd að það er að koma vetur. Ég er meiri svona haust, vor og sumarmanneskja. Veturinn í Köben var alveg við mitt hæfi. Rigning og rok.
Er ekki við hæfi á þessum kalda föstudegi að velja eitt gamallt og gott.
Góða helgi.
Húsbandið er að fara á sitt fyrsta skytterí um helgina. Er að fara til þrándheims á rjúpu. Kannski bara að hann veiði eitthvað. Maður kannski lærir að elda rjúpu. Svo er tengdó með stórt land í svíþjóð þar sem hægt er að veiða elg og fleira en húsbandið þykist ekki vilja veiða svona stór dýr. Kjaftæði segi ég við hann, "vertu nú svolítið matsjó og veiddu einn elg fyrir konuna þína!". Eða hann getur líka veitt héra og skógardúfur þar. Vildi samt hels að hann færi á gæs. Veit ekki hvar maður veiðir svoleiðis hér í þessu landi, sendi hann bara á Höfn á gæs með Óskari bróður næsta haust. Hef mikil plön um að læra að elda villibráð.
Annars ekkert, þreytt og syfjuð núna kl 7 23 á föstudagsmorgni. Það er orðið svo dimmt og kallt á morgnana og það var hrím á bílnum í morgun. Verð að horfast í augu við þá dapurlegu staðreynd að það er að koma vetur. Ég er meiri svona haust, vor og sumarmanneskja. Veturinn í Köben var alveg við mitt hæfi. Rigning og rok.
Er ekki við hæfi á þessum kalda föstudegi að velja eitt gamallt og gott.
Góða helgi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)