3.10.08
Vetur á Íslandi
Finnst alltof mikil neysla í þjóðfélaginu í dag og þá ekki bara á Íslandi. Bara neysla í kringum börn er alveg hræðileg. Hversvegna þarf eiginlega 6 ára krakki sem notar fötin sín kannsi í 3-6 mánuði að eiga merkjaföt eiginlega. Og afhverju er svona mikilvægt að allt þurfi að vera nýtt. Hef ekki ennþá keypt ný hjól handa börnunum mínum. Kaupi notað eða þau erfa hjól frá öðrum krökkum. Vorum einmitt í Lier hjá Aldísi en hún gaf Sögu hjól og fullt af fötum frá dætrum sínum. Frábært alveg. Baltasar erfir föt frá frænda sínum og syni vinafólks okkar. Auðvitað kaupum við nýtt líka en flest þessi föt eru eins og ný því þau hafa verið notuð svo stutt. Honum finnst ekkert að því að ganga í fötum frá öðrum strákum,hefur fengið föt frá vinum sínum líka og finnst það bara kúl.Við gefum svo vinafólki okkar föt af Baltasar og þá oft því sem hann hefur erft og þá eru 3-4 krakkar sem nota sömu fötin. Mér finnst það hið besta mál. Spariföt, t.d notar hann kannski 5 x á ári. Sér ekki á þeim. Saga noar sín föt í tætlur en þar sem hún vex frekar hægt notar hún flest þangað til að það er hreinlega orðið gamalt og tætt. Mér finnt mikilvægt að nýta það sem maður getur hvort sem það eru föt eða annað. Spara þar sem það er hægt. Og ekki það að við ekki tökum þátt í þessari neyslu, auðvitað gerum við það en að öllu jöfnu held ég samt að við séum frekar nægjusöm enda höfum við aldrei tekið lán fyrir neinu nema húsinu og svo námslánin góðu.
Annars lítið að frétta frá Noregi. Rigning og aftur rigning þessa vikuna. Annars allt við það sama. Boring!
Lag vikunnar er gamalt eins og svo oft áður- eldgamalt. Frá einni af mínum uppáhaldsplötum allra tíma. Hef haldið upp á þennan mann frá ég var mjög ung og hlusta alltaf þennan disk reglulega. Og ekki er verri að horfa á hann syngja því hann er nú bara alveg fjallmyndalegur á svona Jésúlegan hátt. Leiðinlegra þykir mér að hann er búin að skifta um nafn.
Góða helgi folkens.!
30.9.08
Húsmæður sem ekki..
26.9.08
Hæverskan ein!
Ísland í dag. Ég horfi oft á Kompás á netinu og hlusta á Bylgjuna daglega og ég verð að viðurkenna að mér stendur nú bara ekki á sama um ástandið í RVK þessa dagana. Vá hvað er mikið vont í gangi í höfuðborg landsins. Er það þessvegna að utanbæjarfólk kallar Reykjavík "Borg óttans"? Ég skil að fólk sé svartsýnt í dag, fólk er það líka hér en kannski í minna mæli en það er enginn afsökun fyrir svona ömurlegheitum eins og eru í gangi.Eins og fréttin með þennan handrukkara sem ekki var handtekin eftir að hafa ráðist í skrokk á þessum Ragnari því löggunni fannst þetta ekkert alvarleg árás. Hvað er eiginlega í gangi. Er klíkuskapurinn alveg að fara með landann. Sá einhverstaðar skrifað að miðborg Reykjavíkur væri orðin alveg morandi af dópi.Get svo sem alveg ímyndað mér það. Las blogg móður sem á 18 ára stelpu sem er sprautudópisti og mamman er búin að vera í 4 ár að reyna að fá hana úr dópinu. 4 ár, spáið í því. Ég get ekki annað en ímyndað mér að foreldrar unglinga á höfðuborgarsvæðinu séu stressaðir að hleypa unglingunum sínum út um helgar. Ógnvægleg þróun.
Annars allt í fína hér. Krakkarnir í góðum gír. Vorum á foreldrarfundi í skólanum henanr Sögu í vikunni og það er voða gaman að fara á svona fundi þar sem allt er jákvætt. Kennarinn hennar á ekki orð yfir hvað henni hefur farið fram á stuttum tíma. Gaman að því.
Lag vikunnar er rólegt. Er með einum af mínum uppáhalds söngkonum, Cæcile Nordby en hún er dönsk jass söngkona og þetta lag er eitt af mínum uppáhalds lögum ever. Var hringtónninn á símanum mínum þangað til ég í einhverju tiltektaræði henti því út og kom því ekki inn aftur. Elska að hlusta á hana, verð eitthvað svo salí.
Góða og skemmtilega helgi
23.9.08
Smá hlæ hlæ á þriðjudegi
Og þetta er nú ansi frumlegt.
Hlæja nú alle sammen.
19.9.08
Pælingar á föstudegi
Jæja hætt um veðrið. Er á leið til tengdó í svíþjóð. Vona eftir góðu veðri þar því við ætlum út að róa og reyna að veiða eitthvað í soðið.
Já og hvernig er þetta eiginlega með þessar ítölsku fegurðardísir. Afhverju voru þær svona léttklæddar. Rakst á þetta á visi.is og bara skil ekki alveg afhverju þær voru ekki í kjólum!Já og hér í landi var frétt um að konur sem væru 7 í útliti á skala 1-10 ættu auðveldast með að fá vinnu. Einhver skrifaði víst bók um þetta. Hvernig veit maður hvort maður sé 7 eða 6 eða hvað? Mér er spurn!
Já þetta var svona bland í poka eins og mér einni er lagið.
Lag vikunnar er alveg hreint eldgamalt. Var þvílíkt uppáhaldslag að þetta lag minnir mig á mig! Ég elskaði það svo mikið að ég tók það upp á kasettu - báðu meginn og það sagði nú ekki lítið. Afhverju var þetta lag svona í miklu uppáhaldi. Beats me! En vildi samt deila því með ykkur. Hafði nefninlega aldrei séð þetta videó áður fyrr en núna. Svo þetta lag fellur ekki undir uppáhaldslögin mín í dag. Er meira algjör nostalgía.Kannski er ég eina manneskjan frá Íslandi sem man eftir þessu lagi. Manst þú eftir því? (svara nú)
Góða helgi.
16.9.08
Dundur.
12.9.08
Hversdagsleikinn tekinn við af fullum krafti
Viggó frændi búin að vera í heimsókn og það var náttúrulega bara gaman og næs. Hann er nú alltaf svo skemmtilegur. Hann gaf Baltasar allt Emil safnið og ég las þetta fyrir krakkana og Viggó og hver hló mest? Jú Viggó. Svo söng hann með Sögu í singstar og fór með okkur á Junior Grand prix(barnajúrovision)og fannst svo gaman. Hann er góður gestur.
Smá mont.Einkasonurinn byrjaði í Breakedance í síðustu viku. Átti að vera á námskeiði fyrir stráka 6-8 ára en við komum of seint og hann fékk að vera með í hópnum fyrir stráka 8-10 ára svona fyrst við vorum komin á staðinn en átti svo að byrja í hinum hópnum næst. Í lok tímans kom þjálfarinn til mín og sagði að hann vildi að Baltasar héldi áfram í þessum hóp því hann væri of góður fyrir hinn hópinn og myndi ekki læra eins mikið þar. O hvað minn maður var stoltur á sjálfum sér og við að sjálfsögðu líka. Hann á semsagt eftir að æfa með strákum á aldrinum 8-11 ára því sá elsti er svo gamall og það verður gott fyrir hann að æfa með strákum sem eru aðeins æfðari í að einbeita sér. Á eftir að þroskast við það.
Lag vikunnar. Munið þið eftir þessu? Ég var allavegna alveg búin að gleyma því þangað til ég rakst á það á Youtube. Algjört flashback frá hljómsveit sem maður aldrei heyrði meira frá.
Helgi!
p.s Ekki gleyma að skoða myndirnar af börnunum mínum sem eru hér fyrir neðan. Óborganlegar alveg.
10.9.08
Gamlar myndir
5.9.08
Hitt og hetta
Nokkrar sögur frá Köben:
Á Öresundskolleginu var bannað að bora í veggina eftir kl 20 á kvöldin. Ein íslensk ný flutt smábarnamóðir varð eitthvað pirruð útí nágranna sinn sem var að bora of seint og hélt vöku fyrir börnum hennar. Hún skveraði sér til nágrannans og sagði þegar hann opnaði hurðina "Are you boring?"
HAHAHAHAHAA
Vinkona mín ein var farin að deita Dana og hún var ekkert alltof sleip í dönskunni enda nýflutt. Hún sagði þessa frægu setningu: "Da jeg var lille spillet jeg i et luderband!" HAHAHAHAHAHAH
*Luder á dönsku er semsagt hóra! Og band er hljómsveit !!
Þegar ég var í Roskilde universitet i samfélagsfræði(amm hef líka gert það) átti ég að halda fyrirlestur um bændasamfélag í félagsfræði fyrir sam-nema mína. Ég hélt heilan fyrirlestur ekki um bændur - um baunir!!Ég meina hvað er munurinn á bønder og bønner!!
Og hafi þið heyrt um fiðlulitinn!! Violin eða violett ekki alltaf auðvelt að skilja þar á milli.
Ein vinkona mín á Roskilde Festival var að ræða um gæludýrin sín við Svía nokkurn og talaði þar af leiðandi ensku. Hún sagði þessa frægu setningu: "I had a pussy once called Snúður!" Ég dó úr hlátri og hann lét sig hverfa!
Sögur frá Hornafirði:
Einu sinni voru unglingar að rúnta eins og gengur og gerist á Hornafirði. Þau keyrðu fram hjá konu sem var að geispa þetta rosalega svo það sást nánast oní kok og einn strákurinn segir "já ég sé að hún hefur verið að borða kótilettur" þá gellur í einni dömunni í bílnum"já ég verð einmitt alltaf svo syfjuð þegar ég borða kótilettur" !!
Sú sama var dóttir skipstjóra og var einu sinni spurð hvað pabbi hennar veiddi. "Jú, Þorsk, Ýsu, Saltfisk....."
Man ekki fleiri. Endilega hjálpa með fleiri sögur.Það er svo gaman að hlæja - finnst mér allavegna.
Jæja vikulok, Viggó frændi bróðir hennar mömmu í heimsókn. Erum að fara á Norsk Grand prix junior(barnajúróvision) í dag með krakkana. Okkur var boðið að vera áhorfendur í keppninni. Þeim hlakkar bara geðveikt til. Viggó líka.
Lag vikunnar er að þessu sinni stuðlag. Afgamalt og bara kemur manni í stuð.Takið eftir hárinu.
Flotta hausthelgi.
29.8.08
Stórafmæli á föstudegi

Allavegna þá vil ég bara óska henni til hamingju með daginn og vona að hann verði ánægjulegur í alla staði. Á ekki eftir að heyra í henni fyrr en í kvöld.
Er annars ein í kotinu með krakkana þessa helgina. Húsbandið að fara í hjólakeppnina sína(hægt að sjá leiðina hér). Það er ætlunin að hjóla 91 km og það mest upp í mót. Ekkert smá stressuð en hann er ekki neinn ægilegur hjólagarpur svo ég bara vona að hann slasi sig ekki á þessi brölti.
Baltasar að fara að keppa í sínu fyrsta fótbolltamóti um helgina og krakkarnir að fara í sitthvora afmælisveisluna svo ég veit allavegna hvað ég verð að gera um helgina. Fyrsti leikurinn hjá Baltasar er að vísu ekki fyrr en 16:40 á laugardaginn svo við ætlum að fara á bæjarhátíð og spóka okkur þar fyrripartinn en það verður brjálað um að vera í bænum og um að gera að nýta sér það. Seinni leikurinn þann daginn er svo ekki fyrr en kl 19 svo þetta verður langur dagur.
Vill annars segja í beinu framhaldi af síðustu færslu að þrátt fyrir að Saga hafi alltaf farið snemma á fætur þá svaf hún nú yfirleitt vel á nóttunni. Það var bróðir hennar sem var vargurinn þar en hann vaknaði allt frá á klukkustundar fresti til 6x á nóttu alveg þangað til hann var þriggja og hálfsárs. Það var mjög óskemmtilegt. Sefur eins og steinn núna. Svo vel meira að segja að hann rumskaði ekki á aðfaranótt mánudags þegar glerljós sem hékk í ganginum við hliðina á þar sem hann sefur datt í gólfið beint á flísarnar og fór í milljón mola. Við hjónin vöknuðum bæði við þessi læti. Bara algjör heppni að enginn var í ganginum þegar að þetta gerðist því það voru glerbrot út um allt nánast - í duftformi. Það er ekkert eins skemmtilegt og að ryksuga klukkan fjögur á nóttu, maður vaknar allavegna vel!
Ákvað að velja lag þessa vikuna sem afmælisbarn dagsins á eftir að líka við. Rólegt og erkinorskt en mjög fallegt. Þetta er eiginlega hálfgerð þjóðlagatónlist eða svoleiðis.Er ekki í stuði fyrir stuðlag núna - ekki alveg komin í stuðgírinn svona fyrir kl 8 á morgnana.
Góða og blessaða helgi.
22.8.08
aldskjfoaeiøu nlkdfsjaoi
Einn morguninn þessa vikuna þegar ég var að keyra niður að lestarstöð kl 6:50 sá ég konu með barnavagn og í honum sat lítil stelpa ca. ársgömul. Mamman var ansi ferskleg og vakandi að sjá. Mig grunaði að hún væri búin að vera vakandi ansi lengi og mér varð ósjálfrátt hugsað tilbaka þegar Saga var lítil. Þegar hún fæddist fengum við bækling um Downs heilkenni.I honum var m.a frásögn föðurs sem var að leika í lego við son sinn kl 6 um morgunn. Ég man eftir hvað ég var hneyksluð á þessum pabba að hafa vakið barnið sitt svona snemma til að geta leikið við hann áður en hann færi í vinnuna. Hvarflaði ekki að mér að barnið hafi vaknað og pabbinn þurft að fara svona snemma á fætur. Svona lítið vissi ég um börn! Nokkrum mánuðum seinna kom í ljós að dóttir mín var alveg einstök A manneskja og vaknaði í síðasta lagi 5:30 og svona eldhress í þokkabót. Maður gat alveg gleymt að kúra aðeins lengur með henni. Nobb, á fætur varð maður að fara.
Fyrsta sumarið hennar fórum við til Íslands þar sem er tveggja tíma munur miða við DK. Þetta þýddi að fyrstu vikuna áður en hún var kominn inn í íslenskan tíma vaknaði hún 3:30 á nóttunni.Við vorum í íbúð á Laugarveginum ásamt pabba og mömmu og þau sváfu í stofunni. Saga vaknaði kl 3:30 sharp fyrstu helgina. Þetta var lítil íbúð og þegar klukkan var um hálf fimm ákváðum við bara að fara í göngutúr því Saga var orðin eitthvað leið á að hanga inni í herbergi. Ákváðum að athuga hvort við fyndum bakarí sem væri að fara að opna(bjartsýn!). Svo við skelltum dömunni á bakið á pabba sínum í hásætið sitt og svo var arkað af stað niður laugarveginn - á laugardagsnóttu! Ekki veit ég hvað fólk hefur haldið þegar það sá okkur. Kannski haldið að við værum svo samheldin fjölskylda að við gerðum ALLT saman, til og með djamma! Veit ekki en allavegna fundum við ekkert opið bakarí , bara fullt af fullu fólki á leiðinni heim af djamminu. Dóttir okkar var samt hæstánægð með þetta ferðalag. Mikið er ég fegin að hún sefur til 6:30 í dag og stundum til 7.
Annars lítið að frétta.Skólinn byrjaður hjá krökkunum og þau hæstánægð með það. Ég er spennt að sjá hvernig veturinn hjá Sögu verður núna þegar hún er farin að lesa. Vonum að einkasonurinn taki systur sína sér til fyrirmyndar og læri það líka. Erum svo að fara í brúðkaup á morgun hjá henni Aldísi og Vidar. það verður ekki leiðinlegt.
Brjálað veður í gær. Geðveikar þrumur og eldingar og hagl. Og það var ekkert smá hagl,ekki svona venjulegt hvítt eins og er á veturnar heldur stórir ísmolar. Húsbandiði var úti að hjóla á meðan óveðrinu stóð - úti í skógi! Ekki sniðugt. Hjólakeppnin hans er svo næstu helgi. God hvað ég verð stressuð held ég.
Jæja hendi inn einu lagi. Girlpower.
Gróðahelgi.
p.s orðin stutthærð.
15.8.08
Grillaðir sniglar
Annars HATA ég Íberíuskógarsnigilinn af ákvefð og á hverju kvöldi set ég upp gúmmíhanska og fer út í sniglaleit. Set þá svo í poka og salta og vupsi þeir hreinlega bráðna á nóinu. Húsbandið spurði um daginn hvort ég héldi að sniglar hefðu sársaukaskyn !! Hú givs a shjit svaraði ég og henti sniglapokanum í ruslatunnuna.MÉR GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMA HVORT ÞEIR FINNA TIL. Þeir eyðileggja allar plönturnar mínar og drepa önnur dýr.Mig grunar að einhverjir hafi grillast þarna um morguninn.
Saga var að hoppa á trambólíninu um daginn en henni finnst rosa gaman að sippa á því og mér fannst hún eitthvað óvenju hljóð svo ég fór út að tjekka hvað hún væri að gera. Þá var mín búin að binda saman á sér fæturnar og var að hoppa. Gat ekki haft læti því hana hefur grunað að þetta væri bannað. Hún var að leika Wendy í Pétur Pan eftir að Kaptein Krook var búin að binda hana.
Annars ELSKA ég pokakökur fyrir 7 ára afmæli. Gerði eina slíka með grænum kókos og fótbolltakölllum. Mikið er lífið léttara fyrir okkur heimabakarana eftir þessa miklu uppgötvun sem pokakökur eru.Auðvitað eru "ekta" kökur betri en 7 ára krökkum er alveg sama svo lengi kakan er sæt.
Jahér hvað ég get stundum skrifað samhengislaust!
Lag vikunar rólegt þennan föstudaginn. Það er með 16 ára drengsem vann í hæfileikakeppni hér á landi í vor. Hann er þokkalega góður að syngja.Þetta var live, sá það í tv en það er ekki alveg nógu góð gæði á videoinu á youtube og þessvegna ekki alveg samræmi milli myndar og hljóðs. En ekkert mikið samt.En það er allavegna alveg á tæru að þessi emo snáði getur sungið.
Góða helgi
8.8.08
Af frægu fólki og fleira
Annars dreymir mig sjaldan illa nú orðið. En þegar ég geri það dreymir mig nánast alltaf sama drauminn.
Mig dreymir að ég sé í skóla, stundum hönnunarnámi og stundum kerfisfræðinámi. Ég er að fara að útskrifast og er að fara í stærðfræðipróf og kemst að því að ég er ekki aðeins búin að gleyma að ég sé að fara í lokapróf í þessu fagi heldur hef alveg gleymt að læra heima allann tímann og stundum meira að segja gleymt að kaupa námsefnið og svo fer ég í einhverju panik að rembast við að læra heima og skil akkúrat ekki bofs - alveg tóm. Fer alveg í panik og vakna alveg miður mín.
Þegar ég var í kerfisfræðinni fór ég í lokapróf í einu faginu þar sem við fengum uppgefin 19 efni sem við ættum að undirbúa þar sem maður kæmi upp í einu af þeim. Ég undirbjó mig í 18, sleppti einu þar sem ég skildi ekki boru í því og hugsaði með mér að það væri lítill sjens(1:19) að koma upp í því en það var einhver rafmagnsfræði!!! Viti menn - kom upp í rafmagnsfræðinni, að sjálfsögðu og fór alveg í tóma þvælu og panikk í prófinu.Aldrei á ævinni ruglað eins herfilega, aumingja prófdómarinn hélt að ég væri að sturlast. Hef greinilega hlotið varanleg mein á sálinni eftir þessa upplifun fyrst ég er að dreyma þetta á nokkra ára fresti.Verið að minna mig á að alltaf vera samviskusöm eða eitthvað.
Fór annars að sjá Mamma Mia í gær. Rosa fjör og ég verð að segja að ég var alveg hæstánægð með hana Meryl. Hefur venjulega þótt vera frekar lítið fútt í henni en fannst hún alveg brilljant í myndinni. Og svo finnst mér hún líka fríkka með aldrinum, finnst hún flott að hún lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hún er. Glæsileg alveg hreint. Frábært að sjá í kvikmynd að konur komnar á vissan aldur geti enn skemmt sér og fíflast því mér finnst ég ekki sjá það nógu oft í amerískum myndum. Og svo fannst mér hárið á dótturinni þegar hún er að fara að gifta sig alveg æðislegt og mig langar að læra að gera svona í hárið á Sögu. En ég verð nú að viðurkenna að mér fannst hálf pínlegt að sjá sjálfasta James Bond brjótast út í söng!
Já svona er nú það. Fann þetta gamla og góða lag frá Kaupmannarhafnarárunum. Er að vona að það smiti út frá sér og veðrið hér fari aftur að komast í gott skap.Níd som jamækan fíning man!
Hipp hipp hipp barbabrella.
3.8.08
Hann á afmæli í dag

Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli han Baltasar
Hann á afmæli í dag
Hann er 7 ára í dag
Hann er 7 ára í dag
Hann er 7 ára hann Baltasar
Hann er 7 ára í dag
Litli strákurinn minn ekki svo lítill lengur. Er að byrja í 2. bekk og alles. Verðum með veislu næstu helgi þar sem flestir eru enn í fríi hér. Bakaði köku í tilefni dagsins og svo er bíó og McDonalds á eftir. Afmælisbarnið fékk að ráða sjálfur hvar við borðuðum!!! Fékk að opna gjafir frá okkur hér heima og öfum og ömmum. Alsæll með allt sem hann fékk.
Lifið í lukku og ekki í krukku.
1.8.08
Honey I'm back
Já sumarfríið búið þetta árið. Sumarleyfis annáll er á þessa leið:
Brullúpp hjá Óskari og núverandi eiginkonu! Fallegt og skemmtilegt - alveg eins og svona atburðir eigi að vera. Hægt að lesa meira um það hér og hér.
Hátíð á Höfn. Ágæt, endaði á að djamma ekki neitt því ég fór alltaf á mis við stelpurnar og það var smá fúlt. Hefði nú verið gaman að bregða undir sig betri fætinum í pakkhúsinu en geri það þá bara næst.
Hitti annars fullt af vinum og vandamönnum á meðan ég var á landinu og það var nátturulega voða gaman eins og alltaf. Það er alltaf það besta við ísland að hitta alla aftur. Hitti meira að segja gömlu Kvennó vinkonur mínar, sumar hafði ég ekki séð síðan í Kvennó nánast - 18 ár takk fyrir. Yndislegt alveg. EKKI hægt að segja það sama um veðrið en nenni svo sem ekkert að segja meira um það.
Baltasar hafði það alveg rosalega gott á Höfn og búin að eignast alveg fullt af nýjum vinum og bætt sig aðeins í íslenskunni. Hann þekkti alveg ótrúlega marga í bænum bæði börn og fullorðna enda er hann með eindæmum málglatt barn.Hann æfði fótbollta, sund og aðeins frjálsar og fannst æðislegt að geta verið svona frjáls eins og börn á Höfn eru. Fer pottþétt aftur næsta sumar.
Portugal alveg voða næs. Veðrið ekki alveg eins og var á kosið en ágætt samt en allt annað alveg topp. Borðaði t. d á þessum glæsilega stað og það án barna. Algjör draumur. Gistum meira að segja á hóteli eina nótt við hjónin - átti að vera voða rómó. Hef aldrei á ævinni séð verið á öðru eins hóteli. Rúmið var svo stutt að tærnar á JC stungust fram úr rúminu og ekki var skift um klósettrúllu á herberginu. Fengum bara eina hálftóma og notaða. Morgunmaturinn bara dapurlegur. Semsagt ekki fínt hótel en á aldrei eftir að heimsækja það aftur. Fórum líka í skoðunarferðir um svæðið og sáum geðveikan garð sem var eins og tekin úr álfaheimum. Var bara svekkt yfir að ekki vera í hvítum síðum kjól og með álfaeyru svona eins og álfadrottningin í Lord of the Rings. Hefði sko alveg smellpassað. Svo versluðum smá og höfðum það gott. Semsagt góðir dagar.
Er núna komin heim og farin að vinna - jeii. Heitara hér en í Portúgal. Geðveikar þrumur og eldingar kvöldið sem við komum heim. Alveg rosalega gaman að slökkva ljósin og horfa á þetta. Eldglæringar alveg útum allt. Sló niður 20 þús eldingum í Noregi á þeim sólarhring og hægt að sjá myndir af því hér.
Myndir úr sumarfríi hér.
Lag vikunnar er á sínum stað. Ætla að halda sumarfílingnum eitthvað áfram en svo ætla ég aðeins að breyta til með haustinu og velja líka róleg lög. Það er svo rosalega mikið til að flottum rómó lögum og ég vill endilega stuðla að föstudagsrómantík hjá ykkur.Hvað er betra á föstudagskvöldi en að sitja með maka sínum yfir einu vínglasi og spjalla um vikuna og hlusta á lag vikunnar!!! En þessa vikuna valdi ég eitt gamalt og gott sem er svona good feeling lag.
Góða helgi og endilega ef einhver les þetta - KVITTA svo ég viti að þú hafir verið hér.
26.6.08
Sumarfrí - föstudagurinn tekin fyrirfram aftur:-)
Annars miklar æfingar hjá Sögu og hinum í Dissimlis. Eru búin að vera í æfingabúðum hálfgerðum alla vikuna(kallast Operakamp). Eru að æfa í einhverjum skóla og koma kl 10 á morgnana og eru þar til kl 18 og það er kvikmyndafólk sem er að mynda allann tímann nánast. Í gær var hún á æfingu frá 11 um morguninn til 1530 og aðeins ein matarpása. Þau eru alveg rosalega dugleg þessir krakkar. Og svo gaman að koma þarna, allir hjálpast að og eru saman. Lítil stelpa með downs var að hjálpa eldri manni í hjólastól og fólk búið að kynnast miklu betur. Það er mjög gott því þetta er svo stór hópur sem tekur þátt í sýningunni og mikilvægt að upplifa smá "teamspirit" áður en lokasprettur haustsins hefs. Mig grunar að hann verði ansi harður. Hlakka samt til því það verður svo gaman að sjá þau í Óperunni.
Jæja þetta verður semsagt síðasta færsla fyrir frí og veit ekki hvort ég komi nokkuð tilbaka fyrr en í ágúst. Grunar að fólk sé lítið að ferðast um netheima á sumrin. Fer frekar í alvöru ferðalög.
Lag vikunnar - hvað er betra en sumardiskó frá gömlum tíma.
Góða helgi og frí.
20.6.08
Jarðskjálftatíðni 2008 og fl.
- Kína - 12 mai 7.8 á richter
- Ísland - 29 mai 6.1 á richter
- Grikkland - 8 juni 6.5 á richter
- Japan - 14 juni 7 á richter
Engum sem finnst þetta obbolítið spúkí? Ég bara spyr.Og talandi um nudd þá fór ég í nudd í gær. Áður en þú ferð eitthvað að öfunda mig af því vill ég taka fram að þetta var djúpvefsnudd svokallað og það er alveg hundvont. Nuddarinn hamaðist á bakinu á mér, öxlum og hnakka svo að ég alveghreint emjaði en á endanum var súrefnisflæðið á þessu svæði orðin með eindæmum gott.Takmarkinu náð. Strax á eftir fór ég svo í brúðkaupsklippingu og fékk þetta fína höfuð og hárrótarnudd hjá ungum makedóníumanni.Það get ég svo svarið að ég er bara miklu skýrari í hugsun eftir þessar meðferðir enda búin að koma upp með ýmsar kenningar um jarðskjálftana og það bara á hálfum sólarhring þar sem allavegna 2 tímar af 12 fóru í að horfa á Indiana Jones slást við rússa. Hver veit nema mínar jarðskorpukenningar eigi eftir að birtast í virtum vísindatímaritum.
En svona út í alvalegri sálma. Lag vikunnar. Ekki hægt að spauga neitt með það enda fæ alltaf svo mikinn valkvíða þegar ég þarf að velja.Er alveg að pína mig að halda sumarfílingnum en hér hefur semsagt verið rok og rigning alveg síðan Ella Sigga fór. Kannski að það takist með þessu lagi. Eitthvað sumar yfir því en skil samt ekki hvað þau eru að brölta þetta í rúminu.
1 vika í endurfundi við einkasoninn. Hlakka svo til.
17.6.08
Eitt stk ættjarðarljóð
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers!
Yfir heim eða himin,
hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð
öll þín framtíðar lönd!
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skín.
Það er óskaland íslenskt,
sem að yfir þú býr,
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers!
Höfundur:Stephan G. Stephansson
Þetta var uppáhalds ljóðið mitt í bláu bókinni "Skólaljóð" sem margir kannast trúlega við.
Gleðilegan þjóðhátíðardag íslendingar fjær sem nær
- vildi óska að ég hefði eitthvað íslenskt nammi svo ég gæti haldið almennilega upp á daginn. Hipp hipp húrra.
16.6.08
13.6.08
Helgi
Annars gerðist slys í vinnunni hjá pabba mínum í gær og hann var fluttur suður þar sem hann gekst undir aðgerð í gærkvöldi. Hef ekkert heyrt frá hvernig það gekk en þetta voru ekki lífshættuleg meiðsli, bara ægilega óheppileg og á eftir að taka smá tíma að verða góður aftur. Vonast til að heyra frá mömmu í dag.
Er annars búin að ákveða að kaupa íslenskar gamanmyndir í íslandsferðinni. "Stellu í Orlofi" því hún er svo fyndin og er viss um að Baltasar hefði gaman að henni. Hugsaðu um þíns eigins typpi hlýtur að vera ein besta kvikmyndasetningin á Íslandi. Og líka "Með allt á hreinu" afþví hún er bara klassísk. Hræðilega illa leikin og bara fyndin í alla staði. Sögu finnst svo skemmtilegt að horfa á söngvamyndir. Og mér líka (nema Mouline Rouge OMG hvað hún var leiðinleg).
Annars bara hræðilegir skógareldar hér í Noregi, þeir stærstu síðan seinni heimstyrjöld. Minnst 10 sumarbústaðir orðnir að ösku og um 75 fjölskyldur urðu að yfirgefa heimili sín því mikil hætta var á að húsin þeirrra gætu orðið eldinum að bráð. Vonandi fer að rigna, búið að spá því alla vikuna bæði á suður og austurlandi en hér er líka mikil hætta á skógareldi en ekkert gerist. Var spáði rigningu í dag og núna er sól úti.
Hey og hver er þessi Unnur sem kvittar hér öðru hverju. Forvitnin alveg að fara með mann.
Nýjar myndir hér.
Þetta var allt sem ég hef að segja þessa vikuna en endaði sem eitthvað bland í poka hjá mér. Svona er það þegar maður lifir óspennandi venjulegu hversdagslífi! Lag vikunnar er í anda sumarsins en samt í rólegri kanntinum.
Góða helgi.
10.6.08
Kominn heim í heiðardalinn
Svo þið Hornfirðingar sem lesið þetta, ef að þið skilduð hitta lítinn og mjóann strák sem talir ekki svo mikið íslensku þá er það Baltasar minn. Hann ætlar að byrja í sundnámskeiði og fótbollta í dag og verður án efa bissí í þessa 17 daga sem eru í endurfundi.
Annars bara fínt hér, trópíski hitinn sem er búin að vera hér í 10 daga farin og fastir liðir eins og venjulega teknir við.
skjáumst á föstudaginn.
9.6.08
Sitting with the duck in my throat!
3.6.08
Fyrirfram Föstudagur - aftur
það er komið sumar og sól í heiði skín, vetur burtu farinn og tilveran er fín.
Ella Sigga og Salka að koma á eftir og helgin tekin snemma. Vinn bara fram að hádegi í dag og svo verður maður í hlutverki gestgjafa alla helgina. Gaman. Þarf líka að pakka fyrir litla strákinn minn sem er að fara á Hornafjörð (svona ef það skildi hafa farið fram hjá þér) en það er svo mikið í boði fyrir hann þar að ég fékk alveg valkvíða þegar ég sá bæklinginn frá bænum. Sundnámskeið, leikjanámskeið, fótbollta og frjálsar. Alveg frábært fyrir hann. Og vonandi verður hann orðin fullfær í íslenskunni eftir 6 vikna dvöl. Til þess er nú leikurinn gerður.
Annars hef ég þetta að segja:
- Josef Fritzl frá Austurríki hefur fengið 300 ástarbréf frá konum sem telja að hann sé misskilinn maður - sé í rauninni umhyggjusamur bangsi með stórt hjarta.Hvaða hálfvitar eru þetta eiginlega. Ég verð stundum alveg pirruð á að hlusta á fréttirnar.
- Skólaverkfall búið. Hjúkk!
- Spáð áframhaldandi hita fram yfir helgi með 27-29 stiga hita. Er hægt að kvarta yfir því. Njet.
- Nú er orðið ljóst að það verður gerð sjónvarpsþáttaröð um Dissimilis og Óperuna. Í allt verða gerðir 6 þættir þar sem verður fylgst með á æfingum, búningarprufum osfr. Saga verður eitt af þeim börnum sem verða aðeins meira í sviðsljósinu að mér skilst. Verð nú að taka þessa þætti upp þegar þar að kemur
- Ísbjarnarmorðið á Íslandi er í öllum blöðum í Noregi. Vesalingurinn að fá svona drepandi móttöku. Örugglega fullt af krökkum sem óska sér ísbjarnar sem gæludýrs, munið ekki eftir bókinni "Má ég eiga hann". Hann hefði nú glatt eitthvað barnshjartað!
Lag vikunnar er sumarlag, gamalt og gott sumarlag. Chill on!
Góða og blessaða helgi.
2.6.08
Þá er maður búin að sjá KISS
Úti var 27 stiga hiti og sól og ekki var hitinn minni inni í höllinni. Kl 21 stigu svo KISS á svið og þeir spiluðu nonestop í rúma 2 tíma. Það var alveg ljóst að þarna voru vanir menn á ferð. Frábært show og gaman að sjá þá þótt ég kannski ekki færi neitt aftur enda ekki neinn forfallinn aðdáandi. En það var gaman að sjá að þarna voru samankomnar fleiri kynslóðir fólks. Margir milli 50-60 og alveg niður í lítil börn. Rosa stemning og gaman að sjá þá á sviði. En þegar þetta er sagt vill ég samt líka segja að maður getur nú alveg séð í gegnum sminkið að þetta eru engin unglömb lengur og úthaldið ekki eins og áður var. En allavegna, gaman að hafa upplifað þá. það var svo heitt inni að málningin hjá Gene Simmons var meira eða minna komin í klessu svo hann var alveg röndóttur í framan. Og svo átti hann í erfiðleikum með að sjá því svitinn rann alltaf ofan í augun á honum.Frekar fyndið.
Erum svo búin að panta miða á Diana Krall í ágúst. Útitónleikar við Akershus festning. Notalegt það.
Vika í ferðalag einkasonarins.snöff snöff........
skjáumst síðar.
30.5.08
Móðir náttúra lætur vita af sér
En eins og þú hefur væntanlega tekið eftir er kominn föstudagur og det er bare dejlig.Vikan alveg með eindæmum bissí. Eitthvað hvern einasta dag eftir skóla/vinnu og svo er líka skólaverkfall með tilheyrandi röskun hjá Sögu. Húsbandið að fara á vinnugleði í kvöld og ég með Baltasar í enn einn eftirskólahittinginn(þann 4.í röð)Annað kvöld er svo Kiss og svoleiðis stuð og svo boðið í gleði hjá nýja nágrannanum þegar heim verður komið (sjáum nú til með það)!! Sunnudagurinn fer svo í íþróttamót með Sögu og svo fjölskyldu hitting um kvöldið. Já sumar vikur er svo lítið að gera að ég hef ekkert að segja og stundum svo mikið að ég hreinlega nenni ekki að telja það upp. Svona er að vísu alltaf hjá okkur í lok maí, byrjun júní en hér eru sumarslútt bæði í skólum, vinnum, félagsstörfum osfr.
Hér er líka sumarið komið af fullum krafti,20-25 stiga hiti og sól meira eða minna í spánni fyrir vikuna. Vona að það haldist.Var einmitt að hlusta á í útvarpinu viðtal við mann sem býr í Kristianssand en þar er spáð sól og hita í heila viku og hann var að fara til Barcelona í vikuferð þar sem er spáð rigningu í heila viku. Thí hí hí!
Lag vikunnar verður nú að vera með Kiss. Finnst bara ekki annað hægt,hef að vísu haft þetta lag áður en það er bara í lagi.Erþaggi!
Góða sumarhelgi.
27.5.08
Áttu svona skó?
23.5.08
Fyrsta ástin
Baltasar kom til mín á mánudaginn og sagði mér að Synne(sú sætasta í bekknum) hefði orðið veik um helgina og væri á sjúkrahúsi. Sagði að hún vissi ekkert hvað hún héti eða hvar hún væri og væri rosa veik í höfðinu. Ég spurði hvort hún væri kannski með flogaveiki en hann sagði að kennarinn þeirra hafði sagð að þetta væri ekki flogaveiki. Mér stóð nú ekki alveg á sama um þessar upplýsingar. Við spjölluðum um þetta í smá tíma og Baltasar lét mig lofa sér að kaupa handa henni gjöf þegar hún kæmi aftur í skólann. Það var lítill drengur sem grét sig í svefn þetta kvöldið.
Á miðvikudaginn þegar hann kom heim úr skólanum sagði hann að hún væri komin tilbaka og þetta hafði verið flogaveiki. Hann var voða glaður að hún væri ekki lengur svona veik og minnti mig á loforðið. Svo segir þessi elska "mamma ég vildi óska að það væri ég sem væri veikur svo að Synne gæti verið heilbrigð". Litli karlinn minn., svona sætur er hann nú. En Baltasar er búin að vera rosalega skotinn í henni frá fyrstu sýn .
Annars ekkert fréttnæmt þessa vikuna nema að Baltasar er að fara til íslands 9 juní, ferðast með Ellu Siggu vinkonu og fer með henni austur. Hann verður svo þar mömmulaus í 3 vikur áður en við komum. Ætlar að fara í fótbollta með Sindra og leikjanámskeið og hafa það gaman. ÓMG hvað ég á eftir að sakna hans. 3 vikur er langur tími svo ég ætla að biðja ykkur sem verða stödd á Höfn frá 9-27 júní að passa upp á einkason minn.
Jú og svo er ég með harðsperrur frá helvíti. Get ekki labbað upp eða niður stiga. En þeir segja að það sem ekki drepur mann styrkir mann. Vona að það sé rétt!!
Ákvað að halda við sumarfílinginn því mér sýnist að það sé nú eitthvað að hlýna hér eftir helgina. Hold on be strong segi ég nú bara(smá júrovisjonskot fyrir ykkur sem fylgjast með því). Lag vikunnar er því gott danslag frá ..................................................nobb, ekki áttunda áratugnum - níunda (ha ha þarna gabbaði ég ykkur). Fór einu sinni á tónleika með þessari hljómsveit í Vega í Köben. Ekki leiðinlegt kvöld það. Ef þú kemst ekki í smá vorfíling af þessu lagi hlýturðu að vera alveg steindauð(ur) svo náðu þér í hvítvínsglas og hækkaðu í botn og dillaðu aðeins afturendanum og tjillaðu út í vornóttina.
Gróður helgi.
p.s örfáar myndir frá heimsókninni hér
19.5.08
Heimsókn lokið

Begga og litli Kristófer fara heim í dag eftir að hafa verið í heimsókn í 4 daga. Mikið var það nú gaman að fá vinkonu heimsókn. Og þvílíkt ljós þessi litli stubbur er. Heyrðist varla í honum og var bara brosandi og glaður. Ef maður fengi garanterað svona barn væri nú ekki málið að koma með fleiri. Annars var nú Begga svo stálheppin að upplifa kaldasta 17 maí(þjóðhátíðardag)í 50 ár. Hversu heppin er hún! Og núna sit ég hér við tölvuna í vinnunni í úlpu og með "mellu"klút eða svo minnir mig að þeir voru kallaðir (eða er ég alveg í tómu rugli).
Við vorum að planta fullt af plöntum í gær og sumar litu nú ekki vel út í morgun en það var semsagt frost hjá mér í nótt. Bölvað veðrið. Annars var 17 maí eins og gengur og gerist hér. Skrúðganga frá skólanum um morguninn og farið svo í skólann og borðað pulsur og kökur og á eftir til tante Marianne(systir JC) í boð með humri, kampavíni og jarðaberjum. Ekki amalegt það.
Sunnudag fórum við Begga með Kristófer og Sögu til Osló og skoðuðum nýju Óperuna og Akershus festning sem er svæði frá 1200 og eitthvað og Saga var alveg viss um að þarna byggi prinsessa og prins. Og þegar hún sá lífvörðinn sagði hún, sjáðu mamma þarna er kóngurinn. Svo fann hún líka borð og stóla sem voru fyrir utan eitthvað kaffihús og var alveg viss um að það væri prinsessu skólinn. Hún kallar sig Mjallhvít þessa stundina!
Jæja nóg um það, best að halda áfram að vinna og drepast úr kulda. Ætla að leggja út myndir frá Beggu heimsókn bráðlega á Flickr og læt bara vita af því. Notast bara við þessa gasalegu krúttlegu/skerí mynd af litlum mínídúkkum.
15.5.08
Fyrirfram föstudagur
Annars var hvítasunnan bara róleg. Laugardagurinn var tekin í að versla og sóla sig enda 25 stiga hiti og sól og maður fékk smá lit meira að segja(sem er nú eiginlega farin núna). Á mánudeginum fór ég með krakkana í gönguferð inn í skóg upp að seli þar sem hægt er að dóla sér við hitt og þetta(grill, lavo,hindurhlaup, þemastíga og fl). Voða fínt að komast aðeins í hreyfingu, krakkarnir hlupu alla leið alveg eins og kálfar á vorin. Þarna er búið að setja upp rosa flott hindranir í trjám þar sem krakkarnir þurfa að láta á reyna jafnvægisskynið og það gekk rosa vel. "Baltasar sá létti" þaut um þetta eins og ekkert væri enda komin af öpum, Saga komst yfir en þurfti smá að hjálpa henni en það var nú ekki mikið. Ekki alltaf tekið út með sældinni að vera með stutta handleggi.
Annars tökum við helgina snemma þessa vikuna.Begga vinkona að koma á eftir með lítin son sinn og það verður voða gaman að fá þau. Fyrsta vinkonan sem kemur í heimsókn til mín. Verð hreinlega að gefa henni viðurkenningu fyrir það. Ella Sigga kemur svo í júní.Min bara bissí í gestgjafahlutverkinu og hæst ánægð með það.
Þjóðhátíðardagur nossara verður um helgina og fullt að gerast og því segi ég bara góða helgi. Lag vikunnar minnir mig alltaf á Beggu og þessvegna valdi ég það þessa vikuna. Ætlaði nú eiginlega að taka smá pásu frá þe eitís en geri það bara næst.
Og svona í lokin þá var ég að lesa kommenta á blogginu hennar Svanfríðar þar sem einhver var ekki að fatta hvaða Rósu frænku hún var að tala um og ég gat nú ekki annað en brosað. Hef verið svona fattlaus sjálf. Ég var frekar uncool þegar ég var 14ára og Hlynur Sturla var að tala um lóu fimmboga!!! Ég vildi nátturulega vera með á nótunum og sagði"já er það ekki þessi sem er að vinna í búðinni sem er með gleraugu og bólugrafinn!!!"
Sjáum hvort einhver fattar þennan.
Túrílú!
9.5.08
Hæ hó jibbí jæ það er komin helgi
Man eftir að hafa verið úti á Nesi og heyrt "Isn't She Lovely" í fyrsta skifti með Stevie Wonder og frændur mínir sögðu mér að hann væri blindur. Þetta þótti barninu alveg ótrúlegt, að blindur maður gæti sungið! Ég átti voða erfitt með að skilja það en fannst hann alveg gasalega flinkur að geta það.
Svo eru alltaf lög sem minna mann á einhvern.
Lagið "Just a gigolo" með Dabba Rotna minnir mig alltaf á Hönnu Siggu því hún var svo ákveðin að læra að syngja með þegar han syngur "hammelibibbelisibbelibibbeli hammelibibbelisibbelibob".Spurnig er hvort hún man tekstan í dag! Hanna Sigga hvernig er það eiginlega?
Óskar bróðir elskaði "One way ticket" og söng það inn á spólu(þessar gömlu sem voru kringlóttar og maður notaði mígrafón). Hann var ekkert sérlega fær í ensku á þeim tíma enda bara 3 ára en ákafinn bætti það alveg upp. Alveg drepfyndið.
Og var ekki fyndið þetta með að taka sjálfa sig upp á kassettutæki. Ég og Hjördís gátum eytt alveg ómældum tíma í þetta. Endursungum inn á kassettu Söngvakeppnina 1983 á öllum tungumálunum. Og hversvegna gerðum við það? Tja það er ekki gott að segja. Og þegar "hjálpum þeim" lagið kom út var ein hliðin á plötunni "instrumental", örugglega til þess að æska Íslands gæti sungið þetta mæta lag inn á kassettu. Við gerðum það allavegna og það heyrðist alla leiðina út í búð(innfrá). Og við sungum raddirnar alveg eins og í frumútgáfunni - or not!
Það eru samt meira gömul lög sem minna mig á eitthvað enda hlustaði maður á sömu lögin aftur og aftur og aftur. Hlusta á aðeins fjölbreyttari tónlist í dag og verð fljótt leið á lögum ef þau eru spiluð alveg endalaust.Það er ekki lengur lífsnauðsynlegt að kunna ALLA teksta við ÖLL vinsælustu lögin. Ég er ekkert minna svöl fyrir vikið. En ég get ekki lifað dag án þess að hlusta á einhverja tónlist enda er útvarpið á hjá mér allan daginn í vinnunni. Tónlist er bara mikilvæg. Ekkert meira um það að segja.
Lag vikunnar er svo agalega sumarlegt og létt og skemmtilegt, videoið alveg hörmung.Þetta lag minnir mig á vorið sem við Anna og Ella bjuggum á Lokastígnum - það var sko ekki leiðinlegt hjá okkur þá ef einhver skildi halda það.
Góða helgi og hvítasunnu.
6.5.08
HA ha ha ha ha ha ha ha
2.5.08
Ó hve létt er þitt skóhljóð

Vikan búin. Stutt og laggóð var hún í þetta skiftið.Smiðurinn klikkaði eitthvað á efni í pall og núna er bara búið að byggja grindina og einn blómakassann. Pallaframkvæmdum sem átti að ljúka í dag er frestað um tæpa viku en Berglind þarf samt ekki að hafa áhyggjur, pallurinn verður tilbúin áður en hún kemur.Garðurinn verður kannski ekki eins flottur og áætlað var. Verð líka búin að þrífa grillið, verður gert á sunnudaginn. Er annars búin að gróðursetja japanskt kirsuberjatré í garðinum hjá mér.Með tíð og tíma verður það eins flott og þetta á myndinni. Ég og húsbandið erum að fá græna fingur svei mér þá - ljósgræna allavegna.
Búin að setja inn nokkrar myndir hér frá Róm. Tók ekki svo margar,maður var svo upptekin af að skoða og svoleiðis.
Valgkvíðinn að drepa mig í dag. Gat valið að spila Maístjörnuna svona í tilefni maímánaðar eða svo gat ég valið eitthvað létt og skemmtilegt. Ákvað að Maístjarnan væri heldur deprimerandi fyrir allann vorfílinginn sem mér finnst að þið eigið að vera að komast í svo ég valdi eitt lauflétt lag og svo má ekki gleyma að það er annar í afmæli hjá honum bróður mínum. Hann getur kannski dillað sér aðeins með þessu lagi í því tilefni. En það sem mér fannst söngvarinn í þessari hljómsveit sætur, tók ekkert eftir því að hann getur ekki dansað. Hann hefði betur horft á finnska diskóvideoið.
p.s Saga er að æfa sig í að tala íslensku og hún sagði þetta um daginn:
"Mamma hvor er náttfötin mitt?" Dugleg stelpa segi ég bara.
Góða grillhelgi.
29.4.08
Og allstaðar er fólk
ei mannlaus staður, allstaðar er fólk
Já svona söng han "Skverrir Skormsker" (eða hvað hann nú heitir) þarna um árið. Svei mér þá ef hann ekki var að syngja um fólkið í Róm.Þar var nú meiri fólksmergðin en sem betur fer var nú stór hluti af þessu fólki ítalir, og það er nú ekkert ljótt fólk. Svona gasalega vel til höfð öll sömul og fín. Tók samt eftir að það var ekki mikið um börn en svona ykkur til gamans eru ítalir það fólk í Evrópu sem eignast hvað fæst börn.
Róm.Hvað er hægt að segja.Það er svo mikið að sjá að maður nær ekki nema smá á einni helgi.Svo mikið af fallegum byggingum, styttum og gosbrunnum og mannvirkjum. Og maturinn og vínin - ekkert um það að segja nema GÓÐ GÓÐ OG GÓÐ.
Helgin. Jú takk alveg ljómandi. Alveg til í aðra eins næstu helgi.Við byrjuðum laugardaginn á smá göngutúr sem byrjaði kl 10 um morguninn og endaði eftir miðnætti. Með pásum þó. Smá hádegisstopp kl 12 á Piazza Navone þar sem við drukkum smá vino og virtum fyrir okkur mannlífið og sleiktum sólina. Nokkrum tímum seinna önnur pása þar sem hádegisverður var snæddur.Fylltur ætisþistill í forrétt og Gnocchi með gorgonsola og perum í aðal. Dejlig.
Kvöldið, bara eitt orð til að lýsa því. TROÐIÐ! Ákváðum að borða í hverfi sem heitir Trastevere og höfðum ekki pantað borð. Troðningurinn byrjaði á strætóstöðinni þar sem mannfjöldi mikill safnaðist saman og allir að fara í strætó H. Ég varð nú létt stressuð, hvernig í ósköpunum færi allt þetta fólk að komast inn í einn strætó. Strætóinn kom, var alveg tómur. Áður en ég gat sagt alibaba var strætóinn orðinn fullur,fólk tróðst inn um þær 3 dyr sem voru á honum og ég bara flaut með.Flaut svo aftur út þegar allir fóru út og við tókum þá ákvörðun að við hlytum þá að vera á réttum stað. Mikið rétt.En ekkert borð að fá neinstaðar, allstaðar var fólk en við fengum svo loksins borð kl 22. Ljómandi matur en var nú orðin ansi lúin enda komin með hælsæri og blöðru á eina tánna.Reyndum þetta með strætó aftur heim en þá var enn meira fólk og við búin að bíða í ´30 mín eftir strætó en enginn kom svo við örkuðum af stað og náðum loksins í leigó. Gvuð hvað ég var ánægð að komast upp á hótel og sofa smá.
Sunnudagurinn var nú svipaður. Húsbandið 40 ára og við búin að ákveða að skoða vatíkanið. Well, vegna lélegrar skipulagningar af okkar hálfu var komið svo geðveikt mikið af fólki að við hreinlega guggnuðum. Péturskirkjan opnaði ekki fyrr en kl 13 því páfinn var að predika þar. Sá hann á stórum skjá fyrir framan vatíkanið. Ekki er ég nú góð í ítölsku en ég get svo svarið að hann sagðist biðja að heilsa öllum þeim sem lesa þetta blogg og ég varð nátturulega ánægð með það. Dagurinn fór svo í langa göngutúra og mikið af góðum mat, maturinn það kvöldið er nóg í heilt blogg og ég ætla að segja frá því seinna. Smá sjopping svona í endann enda sá afmælisbarnið garðslöngu forláta sem hann ákvað að gefa sjálfum sér í afmælisgjöf(ekki spyrja).
Þegar heim var komið og við búin að dást að pallinum sem er í byggingu heima var brunað á MCDonalds til að halda almennilega upp á afmælið. Börnin okkar alveg alsæl enda geta ekki hugsað sér meira gormet matsölustað. Skil hvað þau meina!!!!!!!!!
En þar sem við ekki náðum að skoða Péturskirkjuna, Vatikanið eða Colosseum almennilega verðum við víst að fara aftur til Rómar - sem fyrst. Goddem!
25.4.08
When in Rome...
Annars allir í góðum gír. Baltasar verður hjá Marianne systur JC en honum er búið að hlakka til lengi enda á hún hund. Saga verður hjá Line, stuðningsfjölsk hennar en þar fer hún með þeim í afmæli og mikið um að vera.Það sem er svo fínt með svona stuðningsfjölskyldur fram yfir skammtímavistanir er að Saga er bara ein af fjölskyldunni.Fer með í afmæli, minningarstund í kirkju hefur hún farið í og fullt af Bandy keppnum.Maður er ekki að hafa áhyggjur af henni þegar hún er í svona góðum hóp.
Lag vikunnar er í anda helgarinnar, á ítölsku. Besta júróvisjon lag fyrr og síðar. Mig langar alltaf svo að kunna ítölsku þegar ég heyri það. Þegar ég var 16 og þetta var í keppninni fannst mér han Raf(þessi mjói)sætastur, ef ég þyrfti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Umberto þann rauðhærða því hinn er aðeins of mjór fyrir min smekk. En þegar ég var 16 ára vissi ég ekkert verra en rauðhærða stráka. Í dag er mér nokk sama hvaða háralit þeir hafa svo lengi sem þeir eru ekki með hárræmur greidda yfir skallan(afturábak og fram semsagt)í von um að fela skallann. Hef séð fullt af rauðhærðum sætum strákum síðan ég var 16 en engann sætann með hárræmuna yfir skallanum. Það er bara ósexý.Hey - takið eftir hvað þeir eru í flottum mittisjökkum.
Arrivederci amici.
21.4.08
Helvítið hann Prince
18.4.08
Sól sól skín á mig
Annars allt fínt af okkur. Bara vika í Rómarferð okkar skötuhjúa. Svo er veðrið alveg að taka sig saman og það er hreinlega spáð um 15 stiga hita á sunnudaginn. Ó je. Verð nú samt að viðurkenna að það versta sem ég veit eru fyrstu bikinísdagar sumarsins þar sem maður er alveg neon hvítur og það er nú ekki beint glæsilegur litur fyrir appelsínhúðina. Not næs - nema maður sé Appelsínan í Ávaxtakörfunni en hún segir að appelsínuhúð sé fínasta húð í heimi.Kannski ég bara ákveði að trúa henni.
Lag vikunnar er með einum af mínum uppáhalds tónlistarmönnum ever og alveg án efa af einni uppáhalds plötu frá 8 áratugnum. Þessi litli stubbur sem mælist 157 cm án hæla hefur ekki leyft Youtube að sýna videoin sín og þetta hefur greinilega gleymst svo ég ætla að nota tækifærið meðan það liggur þar. Hann var svo mikið uppáhald að þegar ég var 14 ára dreymdi mig að við byggjum saman á Höfn og hann var að vinna í frystihúsinu(man nú ekki hvort hann var á hælunum þegar hann fór í vinnuna í draumnum). Maður var ekki alveg heill á þessum tíma!
Góða helgi.
11.4.08
Barn að eilífu
Mamma Mari(24 ára) sagði frá því að Mari er flutt að heiman í eigin íbúð í sambýli. Það voru 12 foreldrar fatlaðra unglinga sem tóku sig til og létu byggja hús fyrir börnin sín þar sem þau gætu átt eigin íbúð og líka hefðu aðgang að sameiginlegri aðstöðu. Foreldrarnir keyptu hönnunarhúsgögn í húsið og allt er rosa fínt og núna rekur kommúnan þetta sambýli en íbúarnir eiga sínar íbúðir sjálf. Mari er líka í vinnu. Hún tók ákvörðun sjálf fyrir nokkrum árum að taka sig úr sambandi því hún gerir sér grein fyrir því að hún getur ekki alið upp barn því hún þarf mikla hjálp sjálf í sínu lífi. Já svona er Mari fullorðin. Á 24 ára afmælisdaginn var hennar stærsta ósk að fá sjóræningjarbúining í afmælisgjöf. Já svona er Mari mikið barn líka.
Mamma Poul(20 ára)sagði frá að hann hjólar einn í skólann á hverjum degi þegar ekki er snjór, annars tekur hann strætó einn. Þau eru að byrja að leita eftir íbúð handa honum.Hann á líflegt félagslíf og stendur sig alveg rosa vel. Foreldrar hans og Poul fóru á fjallahótel um páskana. Mamman tók eftir að allir á hennar aldri(50+) voru barnslaus.Hún og hennar maður voru með Poul sem hafði tekið með sér Línu Langsokk mynd til að horfa á yfir helgina.
Það er mjög erfitt að svara þegar fólk spyr hvar Saga er stödd í þroska, er hún eins og 3 ára eða 5 ára eða hvað! Saga er með málþroska á við 2-3 ára barn,uppáhalds myndin hennar er High School Musical og uppáhalds þátturinn í sjónvarpinu Hanna Montana, hún vill helst spila Nintendo eða hlusta á tónlist þegar hún kemur heim úr skólanum. Hún er með mikla fatadellu og vill helst taka með sér bleika glossinn sinn í skólann. Hún elskar að spila Nintendo DS og leika sér í sandkassa. Hún hefur líka gaman af að horfa á Teletubbies ef hún sér það í sjónvarpinu. Faglega séð er hún á við barn í lok 1. bekkjar. Eins og sjá má er hún ekki á einu aldursstigi og á ekki eftir að verða það heldur. Þrátt fyrir að Mari og Poul séu orðin fullorðin eru þau líka börn að eilífu. Það er svolítil skrýtin tilhugsun en maður verður nú bara að hlægja þegar maður heyrir svona sögur. Svona á mitt líf líka eftir að verða og það þýðir að ég ætti kannski að fara að gera "backup" af öllum þeim myndum sem Saga elskar í dag og við getum hugsað okkur að eldast við!
Allavegna þá var þetta alveg frábært kvöld.
Lag vikunnar er aftur í rólegri kantinum. Fjallar um vinkonur og mér fannst það hæfa svona eftir þetta mikla konukvöld.
Góða helgi
8.4.08
Hvaða strumpur ert þú?

Strump on everyone!
4.4.08
Helgartuð(eða var það Helgutuð!)
Þrjú tonn af sandi
Andrés fær nóg
mótatimbur
já heilan skóg
já íslendingar hafa löngum verið duglegir að yfirfæra útlensk lög yfir á íslensku. Helt að þetta lag sé botninn. Manni grunar nú að Elvis heitinn hafi bæði tekið flikk flakk og heljarstökk í gröfinni þegar hann heyrðí þetta. En þetta er einmitt svona lag sem maður fær á heilann og ég er að brjálast. En nú út í allt aðra sálma.
Fín vika. Baltasar allt í einu kominn með rosa áhuga á fótbollta, föður sínum til mikillar gleði og nú er hann úti að spila fótbollta hvert kvöld þrátt fyrir að það hafi verið grenjandi rigning flest kvöld þessa vikuna. Hann er nú ekki alveg á jörðinni blessaður og telur sig afburðar fótbolltamann, hann spurði allavegna pabba sinn þegar þeir voru að horfa á leik síðastl. mánudagskvöld hvort leikmenninrnir í Rosenborg væru betri en hann í fótbollta eða hvort hann væri betri en þeir!
Fór út að borða með Kollu Tjörva frá Hornafirði á miðv. og það var rosa kósí. Það kjaftaði á okkur hver tuska - mjög gaman. Takk Kolla fyrir gott kvöld. Alltaf gaman að hitta íslendinga og frábært að hitta Hornfirðinga. Eitt af því sem mér finnst erfitt við að búa í útlöndum er að hér er enginn sem þekkti mann áður fyrr. Eða ólst upp í sama landi og man eftir hinu og þessu. Á þennan skemmtilega safndisk með ísl. lögum frá 7. og smá8. áratugnum sem mér finnst gaman að hlusta á í bílnum í langferðum og þar er lagið "Stál og hnífur". Ég var að segja manninum mínum frá að þetta lag sungum við alltaf á filleríum hér í den. "Afhverju" spurði hann. "Nú þetta er svoleiðis lag, sem er gott að syngja þegar maður er búin að drekka nokkra bjóra" sagði ég. "Afhverju" sagði hann. "GRRRR!" sagði ég. Nei þetta er ekki alltaf auðvelt. Fyrir íslending gefur það auga leið að Stál og hnífur og Minning um mann eru ekta lög til að syngja í glasi en fyrir norðmann er það ekki jafn augljóst.
Í kvöld koma fullt af konum til mín í smá osta og kjafta-samsæti(eiginmaðurinn er í strákaferð í Barcelona, greyið!). Þetta eru allt konur sem eiga börn með Down syndrome og í því tilefni ákvað ég að lag vikunnar væri alveg nýtt. Er á vinsældarlistum hér í landi(já ég hlusta líka á nýja tónlist). Ástæðan fyrir þessari skrýtnu ákvörðun er að okkar börn eru ekki að velta sér upp úr fortíðinni eða kvíða fyrir framtíðinni, þau lifa hér og nú og eru alveg brilljant í því. Gott að minna sig á öðru hverju að lifa fyrir líðandi stund.Gleymist stundum.
Jæja kveð að sinni og vill bara minna á að sumarfríið er eftir 82 daga.