30.9.11

Á faraldsfæti

Þá er komið að hinni langþráðu Londonarferð.Búið að kaupa fótbolltaleikmiða handa feðgum og mæðgurnar ætla á söngleikinn Mamma mia. Allir hlakka rosa til.

Og eins gott að njóta. Fyrir utan að húsbandið er að fara aftur til London í næsta mánuði í árlegu strákafótbolltaferðina sem var pöntuð fyrir löngu þá förum við trúlega ekki mikið í svona reisur næstu árin. Peningarnir verða lagðir annarstaðar um stund. Og hvert? spyrðu trúlega sjálfa/n þig. Jú í sumarbústað í Svíþjóð. Haldið þið ekki að við á endanum séum komin svo langt að við erum búin að gera tilboð í eitt stykki bústað og eigendur búnir að taka því tilboði svo nú erum við að vesenast með bankann, senda inn allskonar skjöl og dót og allt það sem maður þarf þegar á að taka lán!! Eitt er víst að maður endar ekki alltaf þar sem maður planlagði. Fyrir það fyrsta þá er bústaðurinn lengur frá Osló en við höfum planað. Ætluðum aldrei að fara lengra en 2 og 1/2 tíma. Það var eiginlega pínu of langt líka. Vorum að reikna með 1 og 1/2 til 2 en nei stundum breytast hlutirnir. Þessi er næstum 3 tíma í burtu. Fer eftir umferð og veðri. Á góðum degi getur húsbandið keyrt á 2 og 1/2 en það verður nú sjaldnar þar sem það er alltaf svo leiðinlega mikil umferð út úr Osló.

Afhverju keyptum við svona langt í burtu spyrðu nú trúlega sjálfa/n þig. Svarið er meira fyrir peninginn og samt fórum við pínu lengra ofan í budduna en planagt!! Allt sem við höfum skoðað í sumar og verið að bjóða í krafðist þess að við myndum byggja við, litlir bústaðir sem þurfti að byggja og bæta mikið áður en við yrðum ánægð sem hefði kostað slatta þegar upp hefði verið staðið. Þessi hér er svo stór að við þurfum ekki einu sinni að byggja gestahús á næstunni. Til að byrja með þurfum við bara að mála og þá er allt komið í bili. Fyrir utan rosa garðvinnu en engin hefur notað bústaðinn í nokkur ár svo að það er hálfgerður frumskógur fyrir utan. Restina tekur maður með tíð og tíma. Með bústaðnum fylgir einn bátur, einn kanó, 5 hjól, öll húsgögn og diskar og gafflar og glös, sjónvarp, örbylgjuofn, öll eldhústæki, útihúsgögn og verkfæraskúr með verkfærum. Semsagt einn bústaður með öllu. Hér eru myndir af herlegheitunum. Ef einhver vill leigja bústað í Svíþjóð þá verður þessi í leigu frá og með næsta sumri, nokkrar útvaldar vikur sem við vitum að við getum ekki nýtt okkur hann sjálf. Bara láta vita! En.....erum ekki enn búin að skrifa undir svo að allt getur samt enn gerst. Ekkert er bindandi í Svíþjóð fyrr en maður gerir það.

Jæja er þetta bara ekki orðið gott.

Ætla að halda áfram leitinni að löngu gleymdum lögum. Manstu eftir þessu lagi? Var alltaf smá veik fyrir því sjálf.



Góða helgi.

23.9.11

Stóra stelpan mín

Saga kom heim í gær frá leirskole. Allt gekk vonum framar og hún sýndi í þessari ferð hvað hún er orðin stór og sjálfbjarga. Hún svaf ásamt hinum stelpunum í bekknum í eigin húsi og kennararnir sváfu annar staðar. Fyrsta skifti sem hún sefur svona ein án þess að nokkur fullorðin sé með henni. Fyrsta kvöldið var farið í smá fjallaferð. Leiðin niður var víst erfið því það var niðamyrkur, það rigndi og leiðin var bæði brött og þakin stórum hálum steinum. Kennarinn hennar varð að hjálpa öðrum kennara sem er ólétt svo að Saga var bara ein með nokkrum stelpum í bekknum og þær stauluðust þetta saman í myrkrinu. Ekki málið. Síðasta daginn var farið í 11 km fjallagöngu. Heyrðist ekki píp frá minni, þrammaði upp fjallið eins og hún gerði aldrei neitt annað. Grunar að hún hafi vaxið mikið í þessari ferð. En hún var glöð að hitta mömmuna sína aftur. Hafði saknað mín mikið að eigin sögn en minntist aldrei á þetta við kennarann sinn svo að mömmu grunar að hún segi ýki stundum pínu, svona til að gleðja mömmu hjartað. Það er alveg í besta lagi. Miða við prógrammið hjá þeim sé ég ekki hvenær hún hafði tíma fyrir söknuð. Þau voru alltaf að gera eitthvað spennandi. Rosalega sniðugt að allir 7. bekkingar í Noregi fari í svona ferð. Þau læra svo mikið af þessu. Kveikt bál á hverjum degi og grillað, hægt að sigla á kanó, farið í fjallaferðir, lært um nátturuna, stafkirkjur skoðaðar og lært um þær og svo kvöldvökur á hverju kvöldi. Og svo var víst maturinn ægilega góður að sögn dóttur minnar. En það var þreytt stelpa sem lagði sig í gærkvöldi og erfitt að fá hana á lappir í dag. Verður gott að slappa af um helgina.

Baltasar aftur á móti gerði það gott í hlaupi í síðustu viku. Skólinn hans safnar alltaf inn peningum til barna í Afríku með að hlaupa svokallað Levrejoggen. Þar hlaupa þau 4 km. Minn maður kom í 11 sæti af ca 600 börnum. Duglegur drengur. í dag fer hann svo í fyrsta skifti einn í strætó. Mamman pínu svona smá.... en hei, hann þarf að fullorðnast drengurinn. Verð bara að venjast því.

Nú og svo vorum við með góða gesti síðustu helgi. Gerðum bara fullt, höfum það huggulegt saman og strákarnir skemmtu sér rosa vel. Hlakka til að þau komi aftur.

Jæja verð víst að vinna líka!!!



Gleðilega helgi.

16.9.11

Mikið að gera

Ég var alveg búin að gleyma því hvað er alltaf mikið að gera hjá okkur á veturna. Finnst ég bara vera heppin þegar ég næ að búa til mat, sem er að vísu flesta daga en stundum endum við á að borða brauð í kvöldmatinn. Það gerist samt sjaldan um helgar og aldrei þegar við erum með gesti. Ójá í dag fáum við góða gesti frá Íslandi. Gugga, vinkona mín til margra áratuga kemur ásamt Hafsteini syni sínum sem er líka besti vinur Baltasar á Íslandi. Nú skal vi kose oss. Held hreinlega að Gugga sé mín elsta vinkona. Við kynntumst sumarið sem við fluttum á Höfn.Svei mér þá. Allavegna þá ætlum við að hafa það gaman um helgina, túristast smá, trúlega verða nokkrar búðir skoðaðar og svo gert eitthvað skemmtilegt fyrir stákana.

Svo er Saga að fara á leirskole frá mánudags til fimmtudags. Leirskóli er þegar heill bekkur(alltaf 7. bekkur) fer frá mánudegi fram á fimmtudag eitthvað upp í fjöll og læra um nátturuna, sigla kanó, grilla úti og fara í langa göngutúra. Sá lengsti verður 10 km. Fæ þreytta stelpu heim á fimmtudaginn. Held að við sleppum fimleikum og Dissimilis það kvöldið. Spennandi fyrir hana. Hún gistir í hytte ásamt stelpunum í bekknum, kennararnir gista í annari hytte svo að þetta verður í fyrsta skifti að Saga er ein án stuðnings. Mömmuhjartað pínu viðkvæmt en hún á eftir að taka þetta með stæl. Er orðin svo stór stelpa. Hún skrifaði bréf til eins ungs drengs í fyrradag þar sem hún bað hann um að verða kærastinn sinn. Hún bað hans að vísu líka en pabbi hennar bannaði henni að tala um giftingu svona ung svo að hún breytti textanum svo að hún ætlar víst að giftast honum þegar þau verða fullorðin. Bara sætt.

Baltasar fór í strætó með vini og mömmu síðasta föstudag. Næst fara þeir einir! Fegin að hann á síma. Pínu erfitt að senda þá svona eina en eftir nokkur skifti eiga þeir eftir að vera eins og kóngar. Annars verð ég nú að segja frá því að Baltasar var í norsku samræmdu prófi á miðvikudaginn. Hann sat rólegur og vann í heilar 90 mínútur. Það er algjört met fyrir hann. Skólaáhuginn er ekki beint alveg að drepa hann. Sátum í gær og skrifuðum bókarumsögn. Hann skrifaði um eina bók í heilum bókaflokk og ætlaði aldrei að nenna að skrifa undirtitilinn á bókinni. Það er sá titill sem segir til um hvaða bók í bókaflokknum um er að ræða. Fannst það minna mikilvægt. En þetta kemur allt saman!

Jæja verð að þjóta á fund. Hætti snemma í dag. Allir dansa nú.



Gæða helgi.

2.9.11

Maður er stundum alveg orðlaus...

var það allavegna í síðustu viku. Eða kannski ekki alveg orðlaus, hafði eiginlega lítinn tíma til skrifa vegna fundaflóða í vinnunni. Skrifa yfirleitt um leið og ég kem(áður en hinir eru mætt!) en það var bara fundað frá eldsnemma til seint. Þoli ekki svoleiðis daga, næ ekkert að vinna vegna funda. Hefur fólk ekkert annað að gera en að tala saman!!

Allavegna þá er ég tilbaka málglöð að vanda. Fór í sumarbústaðarferð síðustu helgi með nokkrum vinkonum. Ekkert gert nema að borða, drekka, tína sveppi og fara í gönguferðir. Hentum okkur í pottinn á föstudagskvöldið og nutum ljósadýrðarinnar frá eldingunum í Oslóarfirðinum. Við sluppum sem betur fer. Hefði nú trúlega ekki setið í heitum potti í þrumum og eldingum. Góð leið til að láta grilla sig ef eldingu slær niður. Týndum allavegna alveg slatta af sveppum, afraksturinn má sjá á facebooksíðunni minni.

Þessa helgina liggur leiðin til Svíþjóðar á uppskeruhátíð. Förum á hverju ári, kaupum mat beint frá bóndanum. Allskonar góðgæti eins og ostar, heitreiktur fiskur, te, sultur og annað heimagert og gott. Vonandi að veðrið verði betri en síðustu helgi. Það voru nú meiri rigningarnar. Nú fer líka að styttast í Londonarferðina okkar. Búin að kaupa miða á Mamma Mia fyrir mig og Sögu. Ooo hvað mín verður glöð. Öll fjölskyldan fer að vísu til London en einkasonurinn vildi sko ekki fara á einhvern musical. Hann vill sjá fótbolta að sjálfsögðu. Við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin þessa daga sem við verðum þar svo að það verður nú lítið um búðarráp. Ég ætla nú samt í Harrods og kaupa smá góðgæti af mat þar. Svo er ég búin að ákveða að borða á Jamies Italian restaurant. Það á mér eftir að þykja skemmtilegt. Mögulega skemmtilegra en að sjá Mamma Mia. Búin að sjá myndina svona gesilljón sinnum. Saga er nefninlega með eindæmum hrifin af þeirri mynd.

Aldrei þessu vant fann ég nýtt lag. Var það ekki gott hjá mér? Njótið í botn.



Glóða helgi.

26.8.11

Bla bla bla bla

Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla.

Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla.




Bla bla.

19.8.11

Er ég að verða gömul?

Hef heyrt að það fylgi háum aldri að tíminn fari allt í einu að líða svo ósköp hratt. Svei mér þá ég næ ekki að fylgjast með lengur, það var mánudagur í gær og svo er allt í einu föstudagur og komin tími til að blogga. Allt of fljótt finnst mér, er orðin eitthvað svo stuttorð í þessu bloggi mínu. Held að ég sé að detta í SMS fílinginn. Ég frétti það síðustu helgi að ég væri alræmd í minni norsku fjölskyldu fyrir stuttorð sms. Ég skrifa allta sem minnst og ef ég á að vera alveg hreinskilinn hélt ég að það væri eðli sms að vera stutt og hnitmiðað. Fékk sms um daginn frá systur JC þar sem hún spyr hvenær afmælið hans Baltasar yrði. Ég svaraði: 14.03 kl 16:00. Henni fannst þetta ósköp stutt. Hvað átti ég eiginlega að segja meira, ég svaraði því sem ég var spurð um? Mér finnst alltaf gott að fá stutt sms sjálfri, hefur maður eitthvað meira að segja hringir maður eða sendir mail og hana nú.

Annars verð ég að viðurkenna að afmæli sonarins gleymdist smá, skrifaði ekkert um það eiginlega í blogginu eða facebook. Minntist á það en lítið meira en það. Var bara svo gasalega æst yfir þessum tónleikum að allt fór bara í smá rugl en nú er ég búin að endurheimta sjálfa mig aftur og tókst að halda afmæli síðasta sunnudag fyrir fjölskylduna. Fyrsta skifti sem afi, amma og afi Jón eru í sama afmæli hjá okkur. Voða gaman fannst mér. Núna á sunnudaginn er eitt afmæli til, 13 galvaskir strákar ætla að snæða pizzu og hafa það gama saman - úti!! Skrifaði í boðskortið(sem var online kort og engin farin að fatta enn!!! þarf greinilega að hringja í fólk) að allir ættu að taka með föt eftir veðri því þetta væri útiafmæli. Um að gera að láta þetta lið viðra sig aðeins, þeir eru allir sem einn að drukna í tölvuleikjum og sjónvarpsglápi þessa dagana. Baltasar er heima allann daginn, búin að vera einn þessa vikuna og þá dettur hann í þessa óvirkni. Ferlegt alveg. Honum finnst eiginlega skemmtilegast að vera úti að leika sér en vinir hans eru ekki eins mikil útibörn og hann og þá endar þetta svona. Skil að honum finnist ekkert gaman að vera einn úti að leika sér.

jæja er maður ekki bara búin að finna enn eitt lag sem var alveg löngu gleymt. Svona gúdfílinglag fyrir þennan gráa föstudag. Hér þarf að hækka aðeins í tölvunni því þetta er greinilega smá gömul upptaka.



Góða helgi.

12.8.11

Maðurinn í mínu lífi þessa dagana..

er enn Prince! Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég kom á tónleikana var að það væri nú gaman ef hann myndi byrja með "Let´s go crazy" og eins og við manninn mælt byrjaði hann að spila það. Er hægt að biðja um betra opnunarlag á tónleika? Já er enn að lifa á þessum tónleikum. Þegar maður er búin að bíða frá unga aldri að sjá visst fólk á sviði þá tekur smá tíma að melta allt saman. Kannski sérstaklega núna þar sem maður fær eiginlega samviskubit yfir því að vera glaður og skemmta sér þegar svo margt fólk í kringum mann er í sárum. Noregur er lítið land og þrátt fyrir að ég þekki ekki neitt persónulega sem missti neitt í árásinni þá missti kona sem vinnur í sama fyrirtæki og ég 17 ára gamla dóttur sína. Fleiri sem ég hef talað við þekktu einhverja sem annaðhvort létust eða voru á Utøya þegar þetta gerðist. Held að þetta sé svona fyrir marga í dag, eina mínútuna er maður í banastuði og þá næstu man maður það sem gerðist og allt verður dimmara.

Það er mikið í umræðunni hér hvað fólk eigi eftir að læra eftir þessa atburði. Virðist sem fólk sé aðeins meira upptekið af hvernig aðrir hafi það, séu umhyggjusamari við hvort annað. Svo virðist líka sem fólk sé meira tortryggið í garð annara. Fann fyrir því sjálf í síðustu viku. Það lá fullur plastpoki fyrir framan hurðina að hæðinni minni í vinnunni. Þessar hurðir sem ganga inn á skrifstofurnar eru alltaf læstar. Þessi poki var fullur af einhverju og var búin að liggja þarna í smá tíma, ég á endanum ákvað að reyna að sjá hvað væri í honum án þess að snerta pokann. Þegar ég byrjaði að beygja mig niður kom maður hlaupandi og sagðist eiga pokann. Hann sagðist hafa verið í vafa hvort hann ætti að skilja hann eftir þarna og eitthvað bla bla sem ég skildi ekki alveg en allavegna þá tók hann pokann. Fullt af fólki hafði tekið eftir þessum poka og varð hálf tortryggið og var að tala um hvað þetta gæti verið. Fyrir frí hefði trúlega engin velt þessu fyrir sér.

Það eru líka búnar að vera tvær sprengjuviðvaranir eftir þessa atburði. Engar sprengjur þegar allt kom til alls en hræðslan er til staðar í fólki núna og Noregur er kannski farin að opna augun fyrir því að ýmislegt getur gerst í þessu rólega landi. En mikið lifandi skelfing er ég og allir sem ég tala við fegin að þessi árás var ekki gerð af múslimum. Þá hefði orðið alveg skelfilegt ástand hérna. Það er hægt að lifa með að geðveikur maður geri svona hluti afþví að hann er snarbilaður en verra þegar fólk gerir svona í nafni trúar eða stjórnmála. Þá er líka sjaldnast ein persóna að verki, þá er yfirleitt verið að tala um heilann hóp fólks og það er töluvert öðruvísi. Sérstaklega þegar það er alltaf smá ólga í kringum þau mál hér í landi.

Jæja er þetta bara ekki að verða gott. Ætla ekki að gera neitt þunglyndan af þessum lestri en svona atburðir setja spor hjá öllum.

Viti menn, mér tókst að finna Prince lag á youtube. Var slatti núna, hann er kannski að verða latari að láta fjarlægja lögin sín. Hef áður fundið lag með honum sem var svo fjarlægt á nóinu. Njótum á meðan hægt er. Lovlí lag sem hann spilaði EKKI á tónleikunum. Alveg makalaust eiginlega að svona lágvaxinn maður geti sungið svona hátt!


Góðar stundir

5.8.11

Ellikelling farin að segja til sín

Ég hreinlega gleymdi að blogga í morgun. Svona er maður orðin elliær. Hefur trúlega ekki farið fram hjá neinum að ég var á Prince tónleikum á 10 ára afmælisdegi sonar míns. Skammast mín ekki neitt því ég er búin að bíða eftir þessum tónleikum frá ég var 14 ára. Og mikið var gaman og mikið var þessi litli litli maður frábær á sviði. Þvílíkt talent. Fór með Aldísi vinkonu minni úr Lier(fyrrverandi Hornfirðingur) og það var bara geðveikt stuð hjá okkur dísunum saman. En án gríns þegar Prince var hér í Bergen í vetur og ég ákvað á endanum ekki að fara var ég að sjá eftir því í fleiri mánuði. Var alveg viss um að það var minn síðasti sjens að sjá hann en NEI ALDEILS EKKI. Ljúft líf. Tek það samt fram að ég og fjölskyldan borðuðum á veitingarstað í Osló í tilefni 10 ára afmælisdegi sonar míns og höfðum það gaman saman fyrir tónleikana.

Fór annars á minningarstund síðustu helgi fyrir fórnarlömbin sem dóu í hryðjuverkarárásinni í júlí. Það var góð stund, allir með rósir sem var lyft á loft í staðin fyrir að klappa fyrir þeim sem spiluðu. Mjög fallegt. Maður er eiginlega ekki alveg búin að ná þessu enn.

Annars eru m og p hér núna, p og húsbandið eru að gera sig tilbúna í veiði. Ætla að tjalda og það rignir og rignir og rignir. Góða ferð segi ég bara. Ég ætla að vera heima og hafa það huggó.

Jæja best að henda sér í matseldina, er að gera tapas. Kókosrækjur í koriander/myntusósu, portugalska skinku og portugalska osta. Aspars, kartöflur í ofni, aioli og olivukex sem mamma er að baka as ví spík. Jömmí.

Ekki var hægt að finna lag með Prince á youtube frekar en fyrri daginn svo að ég spila þetta í staðinn. Samið af kappanum.



Góðar stundir.

29.7.11

Reyni aftur

jæja þá er þessari bloggpásu lokið í bili. Sjáum hvort ég verð eitthvað virkari í haust en ég hef verið undanfarið. Allavegna þá er fjölskyldan komin heim frá Portugal.Búin að lifa í hálfgerðum þykistuheimi í 2 vikur í sól og sælu og komum svo tilbaka í breyttan Noreg. Þvílíkar hörmungar sem maður les um er bara ólýsanlegt. Þessi maður er svo brenglaður að heimurinn hefur trúlega sjaldan séð annað eins fyrir utan nokkrar undantekningar eins og t.d Hitler. Ýmislegt sem er að koma í ljós núna sýnir að hann hefur lifað í einhverri veröld sem á ekkert skilt við veruleikann. En ég ætla samt rétt að vona að hann fái ekki styttri dóm á grunvelli geðveiki því það væri alveg hræðilegt. Á að fá lífstíðardóm án möguleika á að sleppa út. Nei ég á ekki orð yfir hversu hrikalega sorglegt þetta er.

Fyrir utan þetta þá áttum við samt gott frí, vorum í litlu sambandi við umheiminn svo að við heyrðum um þetta fyrst á laugardeginum. Það var þvílíkt gott veður í Portugal og allt bara stórfínt. Kom eiginlega mest á óvart hvað var dýrt að versla í matinn, segi ekki að það sé sama verðlag og í Noregi en miða við laun Portúgala hljóta þeir að eyða meiru af launum sínum í mat en meðal norðmaðurinn. Hef aldrei farið í frí og verslað svona ægilega lítið. Keypti mér að vísu hræódýra sandalaskó og nærboli!! Húsbandið keypti sér líka nærboli. Greinilegt að maður þarf að fara til Portúgal til að updeita nærfataskápinn hjá sér. En eitt er víst og það er að maður grennist ekki í fríium. Franskar með öllu er ekki það besta í heimi fyrir heilsuna. Núna ætla ég að skella mér í smá meiri hollustu enda lítið fyrir franskar að jafnaði.

Vill nú ekki sleppa föstudagslaginu en kann ekki við að vera með eitthvað stuðlag þessa dagana enda er maður ekki alveg stemdur fyrir það núna. Þetta lag stendur alltaf fyrir sínu með boðskap sem aldrei fyrnist.



Góða helgi.

24.6.11

Gleymt blogg

Varð ekkert úr bloggi í síðustu viku og kannski bara allt í lagi. Grunar að það komi ekki margir hér inn lengur enda hef ég ekki skrifað neitt skemmtilegt lengi. Fínt með smá bloggpásu núna. Kannski kem ég sterkari til baka og kemst í gamla formið. Er hálf andlaus þessa dagana og það ekki afþví ég hef ekki frá neinu að segja því það er meira en nóg að gera hjá mér. Held bara að maður fái smá leiða eftir svona langann tíma. Svo að þetta verður síðasta blogg fyrir frí, er tilbaka í endan júlí eða byrjun ágúst. Fer eftir bloggforminu.

Fór annars til Bornholm síðustu helgi með vinnunni. Það var nú mikið húlllumhæ. Fór með sem ljósmyndari með sölufólkinu. Allir sem hafa unnið söluherferðirnar síðasta hálfa ár fara í svona ferð 2x á ári svo að við vorum 150 sem fórum í þessa ferð. Svo mörg að fyrirtækið leigir eigin flugvél fyrir okkur. Beint flug til Bornholm, ekki oft það gerist frá Osló. Allavegna þá var þetta ægilegt stuð, fórum á Miðaldarsenter og borðuðum og drukkum, á hestahlaup, á vínbú í vínsmökkun, bjórsmökkun í bruggverksmiðju og svo galadinner. Semsagt nóg drukkið og djammað. Sem ljósmyndarinn í ferðinni varð ég að halda mér góðri svo að ég var frekar hógvær en ekki hægt að segja það sama um samferðafolk mitt. Lentum á hádegi á sunnudeginum og á vellinum biðu JC og Saga eftir mér. Við vorum að fara til Svíþjóðar að skoða bústað. Enduðum á að rammvillast inn í myrkustu skógum Svíaríkis, Saga ældi sig og allan bílinn út og það varð að klæða hana úr öllu en sem betur fer var ég með farangur svo að hún fékk lánaðar buxur hjá mömmu sinni. Enduðum á að koma of seint að skoða bústaðinn sem okkur leist ágætlega á. En það var þreytt Helga sem kom heim þetta kvöldið.

Erum að fara til Íslands í næstu viku(ef það verður ekki verkfall) að ná í einkasoninn. Hann er búin að vera í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu og skemmt sér vel. Eftir þá ferð verður stefnan tekin á Algarve þar sem ég hef hugsað mér að verða brún. Gerist víst ekki hér þar sem það rignir hvern einasta helv... dag.

Jæja er þetta bara ekki nóg í bili.Vona að allir sem ramba hér inn fái gott sumarfrí og svo sjáumst við bara síðar.



Glóðahelgi.

10.6.11

Blessuð börnin

Las um daginn grein sem mig grunar var í Eystrahorni og fjallaði um að fótbolta leikmennirnir í Sindra eyddu heillöngum tíma fyrir framan spegilinn áður en þeir ffæru á völlin að spila leik. Man svo sem ekki hvaða aldurshópur þetta var en grunar að hér hafi verið um unglinga að ræða. Það er svo sem ekkert óeðlilegt, maður var yfir meðallagi upptekin af útlitinu á þeim aldrinum en man samt ekki að ég hafi verið neitt sérstaklega stressuð yfir að ekki líta vel út í íþróttum. Og þetta væri svo sem í lagi ef þessi útlitsdýrkun væri einskorðuð við þennan aldurshóp en það er bara ekki svo. Var að tala við kollega minn í Svíþjóð í gær og hann á son sem er 11 ára. Alveg sama saga, drengirnir eyða nánast lengri tíma fyrir framan spegilinn áður en þeir fara á völlin en að tala við þjálfarann og hvorn annan og peppa sig upp fyrir leikinn. Peppið er greinilega það að öll hárstrá þurfa að vera á sínum stað, ekkert kjaftæði þar. Sé sama tendens hjá syni mínum sem er 10 ára, ekki alltaf vilji fyrir hendi að nota hjólahjálm því það eyðileggur hárið!!! Ó MÆ GOD hvað er að þessu liði.

Hér úti eru margir sem blogga, vinsælt fyrirbæri er svokallaðir bleikir bloggarar sem eru ungar stelpur(13-18) sem bara blogga um föt, útlit,tísku og annað jafn mikilvægt. Þetta les svo stór hópur 10 ára krakka sem eru EKKI orðnir unglingar en greinilega eru í miklum flýti að verða það og taka svo eftir þessu og allt í einu er útlit orðið það mikilvægasta í heiminum. Ég geri mér fullkomna grein fyrir að útlit hefur alltaf verið mikilvægt hjá unglingum en núna er þetta bara farið að færast svo langt niður í aldur að mér finnst það hálf skerí. Krakkar um 9-10 ára sem eru hætt að leika sér með dót því það er svo barnalegt og eyða tímanum í staðinn í tölvuleikjum eins og moviestarplanet og topmodel. Og foreldrar sem kaupa unglingaföt handa stelpunum sínum þó þær séu bara 8 ára. Ég veit ekki alveg hvað maður á að gera til að reyna að sporna við þessu, grunar að það sé frekar erfitt. Ekki er hægt að senda öll börn til Indlands og sjá hvernig hinn helmingurin lifir.

Hér eru líka alveg dæmalaust heimskir sjónvarpsþættir þar sem útlitsdýrkun og heimska er í fyrirrúmi. Hið svokallaða reality TV þar sem hópur af ungu fólki fer í eitthvað stórt einbýlishús með sundlaug og svo drekka þau sig full,ganga um í sundfötum alla daginn brún og glansandi, ríða og láta eins og hálvitar og svo verða þau fræg. Það er nefninlegla nýjasta atvinnugreinin - frægð. Stór hópur barna í dag svarar að þau ætli að verða fræg þegar maður spyr hvað þau ætla að verða þegar þau verða stór. Og það versta við þetta allt að það er frekar auðvelt að verða frægur, allavegna í stutta stund. Bara koma þér inn á einhvern reality þátt, láta eins og fordekraður hálfviti með flott hár og hvítar tennur og vupsi þá er maður orðin frægur. Martröð allra mæðra í Noregi er að börnin þeirra sæki um þáttöku í svona þætti þegar þau eru orðin 18 ára. Myndi hreinlega ganga í sjóinn. Þetta unga fólk sem er mest upptekið af útliti frá barnsaldri á eftir að erfa jörðina einn góðan veðurdag. Hversu skerí er það. Vona að foreldrar reyni að sjá til þess að þessi blessuð börn fái með sér einhver gildi sem eru mikilvægara en hár og föt svo að maður þurfi ekki að kaupa sér geimferð á gamalsaldri til að sleppa við að lifa í samfélagi þar sem fólk kannski verður skotið ef það er með ljótt hár eða gular tennur. Nei segi bara svona!! Jæja þetta var tuð dagsins.

Einkasonurinn komin til Íslands. Og það var nú ekki svo auðvelt. Það er orðið alveg hræðilegt að fljúga til gamla landsins orðir, annaðhvort eru seinkanir vegna ösku eða verkfalls. Vélin héðan var næstum 3 tíma eftir áætlun svo að plönin um að keyra alla leiðina austur var breytt og gistu þeir feðgar á Eddu hótelinu í Vík. Afsláttur og allt!

Hver man ekki eftir þessu?



Góða helgi

3.6.11

Og þá kom sumarið


Eftir frekar napran maí kom loksins sumarið í gær, vona að það staldri við sem lengst. Í því tilefni fór fjölskyldan í langtan hjólatúr. Erum búin að kaupa hjólafesti á bílinn svo að við brunuðum niður á Fornebu(þar sem flugvöllurinn var einu sinni) og hjóluðum um svæðið þar.Rosalega fínt hjólasvæði, allt flatt og hjólastígar útum allt. Þetta var bara eins og að vera í Danmörku. Er ekki vön svona flötu hér þar sem við búum, hér eru bara brekkur og flestar upp í mót! Eftir að hafa hjólað góða stund stoppuðum við á baðströnd þar sem krakkarnir kældu sig í sjónum. Og það verður að segjast að þau urðu ansi vel kæld. En mikið var það uppliftandi að fá svona fínan dag. Spáð áfram góðu svo að ég ætla að ráðast í göngutúra um helgina og svo garðinn.

Ætla að hafa þetta stutt í dag. Ekki það að ég hafi neitt að segja, það er bara svo geðveikt að gera í vinnunni þar sem ég er að fara til Stockholm í næstu viku að ég má ekki vera að þessu. Hefði átt að skrifa í gær!



Góða helgi.

27.5.11

Helga litla er hér

Stoppaði nú stutt við á Íslandi um daginn þegar ég fór til að vera við jarðaförina hennar ömmu. Var svo mikið að gera helgina eftir í fótbolta og fimleikum að ég gat ekki verið lengur. Og sem betur fer kannski.Hefði orðið öskuföst á Íslandi. Hefði ekki viljað það við þessar aðstæður. Á eftir að taka heillangan tíma að venjast því að amma er farin, hef aldrei verið í Reykjavík án hennar. En svona er víst lífið, þegar fólk er komin á þennan aldur verður maður að búast við því. En samt alveg jafn sorglegt og erfitt fyrir það. Og ég verð að viðurkenna að ég var bara alls ekki undirbúin að þetta myndi gerast núna.

Fyrir utan þessa stóru sorg þá gengur lífið samt sinn vanagang sem betur fer. Krakkarnir á fullu í sínum íþróttum. Fimleikamót gekk mjög vel og svo fótboltamót líka. Saga er svo að fara á íþróttamót fatlaðra um helgina,keppir í sundi í dag 25 m,50 m og boðsundi (stafett heitir það á norsku) ásamt 100 m og 400 m hlaupi og 100 m boðhlaupi á morgun. Er spennt að sjá hvernig 400 metrarnir ganga. Hún veit nefninlega ekki um það enn!! Baltasar á kafi í boltanum, aðeins 2 vikur í að hann fari til Íslands. Er farin að hlakka til og hafa áhyggjur af þessu gosi og því að keyra alla leiðinna til Hafnar. Við mæðgur förum og náum í hann í lok júní og þá ætlum við að fljúga svona til tilbreytingar. Ekki hægt að eyða 2 dögum í að keyra þetta þegar við stoppum bara í viku. Svo er ég farin að hlakka til að verða brún í Portugal. Hiti og sól og sandur - lovlí.

Annars rigndi alveg svakalega í morgun þegar við fórum á fætur. Saga leit út um gluggan og rak um skaðræðisóp og sagðist svo þurfa að vera heima í dag. Hún er alveg ægilega lítið rigningarbarn blessunin. En núna fá öll blómin sem ég plantaði í gær fullt af vökva og verða fín og falleg. Þið hefðuð átt að sjá hvað ég var dugleg í garðinum í gær. Svei mér þá ef fingurnir á mér eru ekki að grænka með aldrinum(Gildir ekki inniplöntur).

Held ég láti þetta duga í dag, brjálað að gera í vinnunni.

Uppáhalds Elton lagið mitt.



Goða helgi.

13.5.11

Sorgarblogg


Fyrir viku síðan dó amma mín á Nesinu. Mamma hringdi í mig um miðjan dag og sagði mér þær sorglegu fréttir. Þrátt fyrir að hún hafi verið 88 ára átti ég alls ekki von á að þetta væri neitt í nánd. Ég var mikið hjá henni og afa sem barn, bjó hjá þeim fyrstu árin og svo aftur þegar ég var í menntaskóla. Búin að vera frekar aum þessa vikuna. Fer heim í næstu viku til að vera við jarðaförina hennar. Hef aldrei verið í Reykjavík án þess að heimsækja hana. þetta verður erfitt og skrýtið og sorglegt. Mikið á ég eftir að sakna hennar. Hún var góð amma. Er svo fegin að hafa farið til Íslands í mars og hitt hana. Veit að þetta hefði verið helmingi erfiðara hefði ég ekki séð hana síðan í fyrra sumar.Núna þarf ég bara að læra að lifa með að hún sé farin og hugga mig við það að hún átti langt líf og þurfti ekki að þjást í fleiri ár áður en kallið kom. Hlustum á eitt íslenskt í minningu um góða konu.



Verð á Íslandi eftir viku svo að það verður ekki bloggað hér fyrr en eftir 2 vikur.

Góða helgi.

6.5.11

Hættui gráta hringana á...

Því hér er mikið hlæ hlæ. Græt stundum úr hlátri þegar ég fer inn á eina af mínum uppáhalds síðum awkwardfamilyphotos. Það voru einhverjir ungir menn sem byrjuðu á þessari síðu sem smá gríni yfir öllum hallærislegu myndunum sem fundust í myndaalbúmunum þeirra en þetta vakti gífurlega lukku hjá öllum sem komu inn á síðuna og fólk sendi inn myndir af sínum fjölskyldum alveg í hrúgum og nú er þessi síða stappfull af hallærislegum myndum. Læt ensku tekstana fylgja, svo ansi fyndið. Fólk getur verið alveg frábærlega fyndið án þess að ætla sér það. Smá sýnishorn frá þessari skondnu netsíðu.

Who Brought This Guy?
You should see dad’s poker face.

Birthday Casual
We’re going to give dad credit for the cake.

Indifferent Strokes
A friend thought some plants would liven up the place.

Mr. Super Casual

He’s getting married, but hey, it’s all good.

Hair Band


In this family, you go bald. You’re out.

Look At It

These two are considering having one of their own.

Svei mér þá ég held að við eigum ekki svona margar bjánamyndir heima hjá mér!! Jæja skellum okkur í tónlistina.

Gleðilega helgi.

29.4.11

Hæ, dúllía, dúllía, dúllía, dæ, hæ, dúllía, dúllía, dúllía, dæ.


Já veðurguðirnir greinilega komnir heim og í algjöru rjóma skapi. Búið að vera blíðskapaveður nánast allan apríl. Var á bikíníunum um helgina hérna úti á palli. Lovelí. Makalaust alveg hvað maður getur verið hvítur. Eitt er að vera 20 ára og næpa en annað er að vera 40 ára og næpa. Ekki hið minnsta sexý get ég sagt ykkur.

Annars er það helsta í fréttum að það voru páskar um daginn og við skruppum til Svíþjóðar að vanda og átum þar á okkur göt. Og fyrir utan það. Tja... ekki mikið. Jú annars. Datt í keilu um daginn. Húsbandið átti afmæli á miðvikudaginn og það var haldið upp á þann merka dag með að fara í keilu. Sögu tókst að henda kúlunni svo að hún festist í grindinni og ég aulinn dreif mig á næstu braut til að losa um helvítis kúluna. Ekkert að spá í því að þessar brautir eru náttúrulega glerhálar. Þetta tókst ekki betur er svo að ég flaug aftur fyrir mig og mesta mildi að ég skildi ekki hafa handleggsbrotnað, ja eða hálsbrotnað. Búin að vera hálf aum í handleggnum síðan. Sem betur fer þeim vinstri. En núna veit ég allavegna hvað er hált á svona keilubrautum. Assgoti hált verð ég að segja og mæli ekki með svona brölti í keilu við nokkurn mann.

Annars allir hressir og kátir heima hjá mér. Baltasar farið að hlakka til að fara til Íslands og mér farið að kvíða smá fyrir. Finnst nú að 3 vikur er smá langur tími en verð bara að harka af mér. Jæja ætla að ljúka þessu með að óska Villa og Kötu til hamingju með daginn. Þau eru nú meiri krúttin! Hipp hipp húrra.



Gæða helgi.

15.4.11

Smekkleysa

í gærkvöldi fór ég út að þvælast í götunni minni íklædd rauðum gúmmístígvélum, fjólublá doppóttum náttbuxum, skærgrænum flísjakka og með handklæði á höfðinu. Veit ekki alveg hvað nágranni minn hefur haldið en honum þótti ég trúlega allt annað en sexí. Hann komst allavegna að því að ég er ekki ein af þessum nágrannakonum sem á háhælaða inniskó með dúsk, silkislopp og léttan innikjól. Ég er meiri týpan að ganga um akkúrat svona, held að hefði ég verið fullorðin nokkrum áratugum fyrr hefði ég eflaust átt eldhús slopp eða hvað þeir nú kölluðust. Svo déskoti praktískir. Stundum fer ég svona útí búð en sleppi þá handklæðinu. Finnst það aðeins of hómí. Annars er ég búin að komast að því að ég er orðin pjattaðri með aldrinum(móður minni trúlega til mikillar ánægju). Ég fer sjaldnar út í búð á náttbuksunum og er að jöfnu betur til höfð í svoleiðis skreppi en áður fyrr. Ekki það að ég punti mig neitt en er ekki alveg eins og dregin upp úr draug. Hef illan grun um að þetta sé eitthvað sem fylgir aldrinum.

Dæmi um vöntun á pjattgeni. Saga var á snyrtinámskeiði um daginn með fullt af öðrum downs stelpum. Ég var beðin um að hjálpa til, átti að naglalakka stelpurnar. Þegar ég var búin að naglalakka eina spurði ég hinar mömmurnar hvort væri ekki einhver mamman sem notaði naglalakk gæti gert þetta fyrir mig. Ég nota aldrei svoleiðis og hef aldrei gert og er alveg eins og 5 ára þegar ég er að naglalakka aðra og sjálfa mig líka. Stelpugreyið hefði alveg gert þetta jafn vel sjálf. Ein stelpa sem ljótt lakkaðar eldrauðar neglur og svolítið í kring líka og allar hinar svo fínar. Ekki gott. Ég á að vísu eitt eldrautt naglalakk. Hef notað það einu sinni og þá var það húsbandið sem naglalakkaði mig!! Ég ætti kannski ekki að segja frá þessu?

jæja held barasta að vorið sé komið til að vera þó það sé ekki orðið neitt sérstaklega hlýtt úti. Laukarnir mínir eru allavegna komnir upp og aðeins farið að springa út. Helgin verður tekin í að þrífa glugga, pallinn og útihúsgögnin og grillið tekið út. Verð í Svíþjóð næsta föstudag svo að ég sleppi því að blogga þá vikuna. Skjáumst næst eftir 2 vikur.

Jei beibí lets dens.



Fróða helgi.

8.4.11

Vorið er komið og grundirnar gróa

Já haldið þið ekki að snjórinn sér byrjaður að bráðna. Loksins. Allur snjór farin af pallinum og eftir stendur þar restar af gólfdúkum og flísum síðan í þe big oppússning. Mega drasl sem verður keyrt burtu sem fyrst. Og haldið þið ekki að upp úr snjónum í garðinum mínum hafi birtst eins og eitt stykki klósett. Voða lekkert. Húsbandið var að spá í hvort við ættum bara að gróðursetja í það og setja fyrir framan húsið. Þá værum við þekkt fyrir að búa í klósetthúsinu! Æi ég veit ekki hversu spennt ég er fyrir þeirri hugmynd. En allavegna frábært að þessi vetur sé búin. Er hreinlega búin að vera í dvala, hef ekki heimsótt neitt fólk eða farið neitt nema í einstaka afmæli. Hef verið heima í 6 mánuði. Núna ætla ég að fara að dusta rykið af mér og koma mér út. Hitta fólk og spjalla og vera smá hugguleg. Allavegna um helgar.

Saga er að fara að taka þátt í fimleikamóti í lok mai og svo íþróttamóti fatlaðra helgina eftir svo að allur maí fer í æfingar. Fjögur kvöld í viku fara í æfingar og það er nú ekki svo lítið finnst mér. Baltasar fer að byrja í fótbollta, æfingar 1x í viku og leikur 1x í viku svo að það verður meira en nóg að gera á næstunni.
Búið að panta far til Íslands fyrir drenginn þann 9. juní. Pabbi hans fer með honum, keyrir honum austur og svo fer hann(pabbinn) í veiði með pabba mínum og Óskari. Planið er að keyra á fjórhjólum inn í land, í nágrenni Laka og dvelja í einhverjum kofa, veiða og vera karlmenni. Rosa spennandi fyrir húsbandið sem aldrei fer í svona ferðir hér. Baltasar verður að fá að koma með seinna. Er ekki mikið veiðibarn enn sem komið er!

Verð að fara að vinna. Geðveikt að gera. Greinilega fleiri en ég sem hafa verið í dvala í vetur. Allt að lifa til lífsins núna.

Hei nýtt lag!


Góða vor helgi.

p.s ef snóar eitthvað meira núna fer ég í útlegð. Vildi bara að þið vissuð það.

1.4.11

It´s alive!

Ekki dauð úr öllum æðum enn. Var of upptekin við að sjoppa og skemmta mér til að geta bloggað síðasta föstudag. Ég var í bænum frá kl 10-1615 á föstudeginum og settist niður í heilar 10 mínutur á því tímabilinu til að gadda í mig einni langloku. Laugarvegurinn var tekin í bak og fyrir og kringlan líka á þessum degi. Var ofur effektív í þessum verslunarleiðangri og náði þar af leiðandi góðum tíma með vinkonum. Fyrst var tekin smá kvennó hittingur á föstudagskvöldin og svo heill dagur með þeim að austan. Það var nátturulega algjör snilld að taka svona dag. Byrjuðum laugardaginn á Zumba tíma og strax á eftir var farið í Spa. Hádegisverður snæddur niður í bæ, að vísu um miðjan dag. Spa-ið tók lengri tíma en áætlað eins og við má að búast þegar svona margar hressar konur eru mættar á sama stað. Svo var kíkt í búðir saman og endað á dinner heima hjá Hönnu Siggu með tapas, boblum og miklu hlæ hlæ. Hressandi fyrir sálina að fara í svona ferð. Ég keypti mér margar fínar afmælisgjafir,þar á meðal útivistarfatnað frá stelpunum og hring og hálsmen frá ömmu. Nú og svo 2 pör af skóm. Amm, skó er alltaf gaman að kaupa á íslandi. Ekki afþví þeir eru svo ódýrir en afþví þeir eru svo smart.

Er semsagt orðin vel skóuð fyrir vorið og bíð bara spennt eftir að það komi. Snjóaði í allan f.... gærdag. Er orðin svo ÞREYTT á þessum vetri að ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég meina það, þetta er lengsti vetur sem ég hef lifað. Búið að vera snjór í 6 mánuði. Það er allt annað en mannbætandi fyrir sálina.

Jæja best að fara að vinna. Eitt stuðlag í tilefni dagsins.



Góða helgi.

18.3.11

Vinkonur

Er að fara til Íslands í næstu viku. Er að fara að hitta gamla gengið frá Höfn. Skemmtilegustu samkomur sem ég fer á er með þessum gömlu góðu vinkonum. Þó svo að ég eigi nýja vini sem ég get hlegið og skemmt mér með hlæ ég samt alltaf mest með þeim gömlu. Kannski afþví að við hittumst svo sjaldan eða kannski afþví þær eru bara svo skemmtilegar allar sem ein. Mér finnst einhvernvegin svo þægilegt að eiga vini sem hafa þekkt mig alltaf . Held að vinir sem maður á þegar maður er í mótun séu mikilvægustu vinirnir á margan hátt. Kannski líka fyrir mig sem hef byrjað upp á nýtt tvisvar sinnum í nýjum löndum eftir að ég varð fullorðin. Allavegna hlakka til að hitta þær og spjalla og hlægja og heyra hvað er að gerast í þeirra lífi.

Er líka að fara að hitta vinkonur úr Kvennó. Það er líka mikið hlæ hlæ á þeim samkundum. Höfðum ekki samband í mörg ár, þegar allir voru að koma sér fyrir. En fyrir nokkrum árum tókum við upp þráðin að nýju og það var eins og við höfðum allar hist í gær. Ekki málið.

Er líka að fara út með vinkonu á morgun. Aldís er að bjóða okkur í tónlistar og dinnerdag. Búin að redda barnapössun og pússa spariskóna. Hún er sú vinkona hér í landi sem hefur þekkt mig lengst enda var hálfur Hornfirðingur um tíma.

Skál fyrir gömlum og góðum vinkonum. Nei tek það aftur, held ekki að það sé vel séð í alþjóðlegu tryggingarfyrirtæki að maður sé að staupa sig svona snemma á morgnana! Í kvöld ætla ég að skála fyrir gömlum vinkonum og hlakka til endurfundana.

Tileinkað öllum sterku konunum í mínu lífi sem er staðsettar hér og þar um heiminn.



Gleðilega helgi.